Skólahreysti, nýjar sturtur og fleiri sandkorn frá íþróttafulltrúa
Verið er að setja upp sturtur í útiklefana við Sundlaug Garðabæjar. Margir hafa beðið eftir þessari viðbót við annars frábæra útiklefa. Einnig verður hitalömpum fjölgað og innstungur settar upp. Fyrirhugað er að verkinu ljúki eftir u.þ.b. tvær vikur. Reikna verður með að útiklefarnir verði lokaðir einhvern hluta verktímans. Það verður auglýst í sundlauginni.
Nudd í Ásgarði
Byrjað er að bjóða upp á nudd í Ásgarði. Það er Eiríkur Sverrisson nuddari sem hefur riðið á vaðið en aðstaða er komin upp þar sem áður voru sólbekkir. Nánari upplýsingar er að finna í afgreiðslu sundlaugarinnar.
Garðaskóli komst áfram
Garðaskóli er kominn áfram í skólahreysti. Krakkarnir í Garaðskóla komust áfram í skólahreysti eins og sjá mátti á Sýn í vikunni í opinni dagskrá. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og óskum við þaim kærlega til hamingju með árangurinn.
Íþróttafulltrúi