15. apr. 2004

Margvíslegar upplýsingar á kortavefnum

Margvíslegar upplýsingar á kortavefnum
  • Séð yfir Garðabæ

Á kortavef Garðabæjar er hægt að nálgast margvíslegar upplýsingar um Garðabæ. Á yfirlitskorti sem hægt er að velja ef smellt er á önnur kort, efst á valmyndinni, er til dæmis hægt að finna mörg örnefni í bæjarlandinu.

Undir flokkunum íþróttir og útivist er t.d. hægt að finna næsta sparkvöll eða körfuboltavöll, hægt að sjá hvar hægt er að hvíla lúin bein á útivistarbekkjum o.fl. Í Ásahverfinu eru t.d. tveir körfuboltavellir. Völlurinn við Birkiás sést ef smellt er hér en einnig er hægt að fá yfirlitsmynd af öllum völlum í bænum.

Garðbæingar og aðrir eru hvattir til að kynna sér kortavefinn og þá möguleika sem hann býður upp á.
Kortavefinn má nálgast frá forsíðu vefjar Garðabæjar og einnig á slóðinni http://kort.gardabaer.is.