31. jan. 2003

Samið um gerð gagnvirkra korta á vef Garðabæjar

Samið um gerð gagnvirkra korta á vef Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Gagnvirk gönguleiðarkort og bæjarkort verða birt á vef Garðabæjar fyrir vorið. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni tillögu um að semja við fyrirtækið Teikn á lofti um gerð kortanna. Um er að ræða tvö kort; annars vegar gönguleiðarkort sem nær yfir allt land Garðabæjar og hins vegar götukort af bænum sjálfum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skoða kortin á skjánum og prenta þau út. Einnig verður hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um merka staði með því að velja þá á kortunum. Lögð er rík áhersla á að kortin verði létt í vinnslu og viðmót þeirra verði aðgengilegt.

Fyrirtækið Teikn á lofti hefur þróað nýja tækni og aðferðarfræði við gerð og framsetningu gagnvirkra korta á vefnum og unnið slík kort m.a. fyrir Ólafsfjarðarbæ.