Opnað fyrir umsóknir um matjurtakassa 8. apríl
Garðbæingum gefst kostur á að leigja matjurtakassa á fjórum stöðum í sumar. Opnað verður fyrir umsóknir 8. apríl klukkan 13:00.
Garðbæingum gefst kostur á að leigja matjurtakassa til ræktunar matjurta á fjórum stöðum í sumar. Opnað verður fyrir umsóknir klukkan 13:00, þriðjudaginn 8. apríl.
Matjurtakassarnir eru á staðsettir í Hæðahverfi, á Álftanesi og á tveimur stöðum í Urriðaholti. Matjurtakassarnir sem eru í boði eru 2m x 4m eða 8m2 að stærð og eru merktir með númerum.
Leigutími er 10. maí - 15. október og er leiguverðið 5.500 krónur.
Nánari upplýsingar um matjurtakassana má nálgast hérna og einnig hlekk á umsóknarkerfið sem verður aðgengilegt frá klukkan 13:00, 8. apríl.