Umsóknarfrestur um sumarstörf fyrir 18 ára og eldri rennur út 23. maí
Garðabær minnir á að umsóknarfrestur um sæti á biðlista fyrir sumarstörf fyrir 17 ára sem og 18 ára og eldri rennur út 23. maí.
-
Garðabær auglýsir nú fjölbreytt og spennandi sumarstörf fyrir ungmenni fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til og með 10. mars
Garðabær vill minna á að umsóknarfrestur um sæti/stöðu á biðlista fyrir sumarstörf fyrir 17 ára sem og 18 ára og eldri rennur út föstudaginn 23. maí. Að þeim tíma liðnum verður ekki tekið við frekari umsóknum og ekki verður hægt að setja umsækjendur á biðlista né bjóða þeim starf síðar. Umsóknarfrestur um sumarstörf rann út þann 10. mars en Garðabær hefur haldið biðlista opnum.
Við hvetjum því alla sem áhuga hafa á sumarstörfum hjá Garðabæ og eru fædd árið 2008 eða fyrr til að sækja um í síðasta lagi 22. maí. Umsóknir berast rafrænt í gegnum ráðningarvef Garðabæjar.