25. feb. 2002

Afsláttur á fasteignaskatti eldri borgara hækkaður

Afsláttur á fasteignaskatti eldri borgara hækkaður
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að hækka afslátt á fasteignaskatti og holræsagjaldi til eldri borgara í bænum. Nýjar reglur gilda við álagningu á þessu ári en gera má ráð fyrir að afsláttur á fasteignagjöldum hækki úr 6 m.kr. árið 2001 í 8,5-9,5 m.kr. vegna þessarar breytingar eða um 40-60%. 

Samkvæmt nýjum reglum fá einstaklingar fasteignaskatt og holræsagjöld 100% felld niður hafi þeir 1.104 þúsund krónur eða minna í árslaun, en áður var viðmiðunin 1.060 þúsund. Hún hefur því hækkað um 4%. Tekjuviðmið hjóna hækkar enn meira eða um 28% sem þýðir að hjón sem hafa 1.696 þúsund krónur og minna í árslaun fá gjöldin 100% felld niður. Viðmiðunin er í báðum tilfellum að tekjur séu 30% hærri en grunnlífeyrir. Afsláttur fer síðan stiglækkandi með hærri tekjum og þeir einstaklingar og hjón sem eru með 85% hærri tekjur en grunnlífeyrir fá 10% afslátt.

Fram til þessa hefur verið lítill munur á milli tekjuviðmiða einstaklinga og hjóna. Þetta hefur leitt til þess að færri hjón en einstaklingar hafi notið afsláttar af fasteignagjöldum.

Þrátt fyrir að Garðabær hafi lækkað fasteignaskatt úr 0,450% í 0,385% um síðustu áramót hefur hækkandi fasteignamat á höfuðborgarsvæðinu leitt til þess sumar eignir bera nú hærri fasteignagjöld en áður. Með tillögunni er reynt að koma til móts við þá eldri borgara í bæjarfélaginu sem vilja áfram búa í eigin húsnæði.

Tafla sem sýnir hvernig afslátturinn lækkar með hækkandi tekjum:

 

Ný tekjuviðmið einstaklinga

Núgildandi viðmið

Ný tekjuviðmið hjóna

Núgildandi viðmið

100%

1.104.000

1.060.000

1.696.000

1.320.000

90%

1.156.000

1.120.000

1.775.000

1.390.000

80%

1.208.000

1.170.000

1.855.000

1.470.000

70%

1.260.000

1.220.000

1.935.000

1.550.000

60%

1.312.000

1.290.000

2.015.000

1.630.000

50%

1.364.000

1.340.000

2.094.000

1.700.000

40%

1.415.000

1.390.000

2.174.000

1.780.000

30%

1.467.000

1.450.000

2.254.000

1.860.000

20%

1.519.000

1.500.000

2.333.000

1.930.000

10%

1.571.000

1.570.000

2.413.000

2.030.000