7. des. 2018

Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2019 samþykkt í bæjarstjórn

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 6. desember sl. var fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 samþykkt.

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 6. desember sl. var fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 samþykkt. Fjárhagsáætlun Garðabæjar til næstu fjögurra ára sýnir sterka fjárhagsstöðu bæjarins og ber vott um fjármálastjórn. Framundan er mikil uppbygging sem kallar á fjárfestingu innviða en á sama tíma er þess gætt að tryggja íbúum áfram góða þjónustu, lækka álögur gjalda og greiða niður skuldir.

Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu milli umræðna. Ákveðið var að lækka álagningarhlutföll fasteignaskatta, vatnsskatts og holræsagjalds. Samtals nema áhrif lækkunarinnar um 110 millj. kr. lægri álögur en ella hefði orðið.

Fasteignaskattar lækkaðir

Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði er lækkað úr 1,65% í 1,63% og álagningarhlutfall íbúðarhúsnæðis úr 0,20% í 0,19 auk þess sem álagningarhlutall vatnsskatts og holræsagjalds er lækkað. 

Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur A-sjóðs verði 192 millj. kr. og A og B sjóðs 572 m.kr.  Útsvar verður áfram 13,7%, en flest sveitarfélög landsins leggja á 14,52% útsvar.

Fjárfest verður fyrir 2.340 m.kr. á árinu og eru stærstu verkefnin viðbygging við Álftanesskóla, fjölnota íþróttahús, Urriðaholtsskóli, búsetukjarni fyrir fatlað fólk auk gatnaframkvæmda.

Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall verði 93,6% og skuldaviðmið 79,6%.

50 milljónir til lýðræðisverkefna

Gert er ráð fyrir hóflegri íbúafjölgun um 300 íbúum. Íbúafjölgun í Garðabæ hefur verið langt yfir landsmeðaltali síðustu ár eða á bilinu 1,5 – 3%. Á sama tíma hafa stofnanir bæjarins getað fylgt eftir fjölguninni og verður áfram mikil áhersla lögð á að veitt góða þjónustu.

Við vinnslu fjárhagsáætlunar var leitað eftir ábendingum íbúa og er ástæða til að þakka bæjarbúum fyrir jákvæðar undirtektir en alls bárust um 100 ábendingar. Í fjárhagsáætluninni er tekið upp það nýmæli að veita 50 m.kr. til lýðræðisverkefna. Með því er gert ráð fyrir að íbúar geti haft áhrif á fjárveitingar til ýmissa umbótamála og verður nánari útfærsla kynnt íbúum á næstunni.