6. des. 2019

Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2020 samþykkt

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 5. desember sl. var fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 samþykkt. Fjárhagsáætlun Garðabæjar sýnir sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar þar sem skuldir eru hóflegar og langt undir viðmiðunarmörkum skv. sveitarstjórnarlögum. 

  • Bæjarstjórn í beinni
    Fundur bæjarstjórnar Garðabæjar 15. apríl kl. 17 er í beinni útsendingu hér á vef Garðabæjar.

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 5. desember sl. var fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 samþykkt. Samhliða áætlun næsta árs var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir árin 2021, 2022 og 2023.
Fjárhagásætlun Garðabæjar sýnir sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar þar sem skuldir eru hóflegar og langt undir viðmiðunarmörkum skv. sveitarstjórnarlögum.
Á milli umræðna um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn Garðabæjar voru gerðar nokkrar breytingar á frumvarpinu. 

Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2020 - 2023 - síðari umræða - samþykkt áætlun 

Fasteignaskattar lækkaðir

Ákveðið var að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði úr 0.19 % í 0,185% og á atvinnuhúsnæði úr 1,63% í 1,59 %. Áætlað er að breytingar á fasteignaskattinum nemi um 40 m.kr. í lægri álögur á íbúa og fyrirtæki í bænum.
Í forsendum fyrir fjárhagsáætlun Garðabæjar er gert ráð fyrir að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 13,7% sem er með því lægsta sem þekkist hjá stærri sveitarfélögum.
Skuldahlutfallið verður 95,5% og skuldaviðmið er áætlað að verði 82,6%.
Gert er ráð fyrir að rekstrarafgangur A-hluta bæjarsjóðs verði um 150 m.kr. og samstæðureiknings um 503 m.kr. Veltufé frá rekstri er áætlað að verði 1.461 m.kr. hjá A sjóði og 1.961 m.kr. í samstæðureikningi.

Áfram mikil uppbygging

Framkvæmdir eru áætlaðar 2.360 millj. árið 2020. Stærstu einstöku framkvæmdirnar eru áframhaldandi bygging fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri og ljúka á viðbyggingu Álftanesskóla. Áfram verður unnið að endurbótum á leik- og grunnskólum auk endurbóta á skólalóðum fyrir samtals 300 mkr. Einnig er gert ráð fyrir 100 mkr í búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og 40 mkr í stofnframlagi leiguíbúða. Til lýðræðisverkefnisins Betri Garðabæjar eru áætlaðar 50 mkr til að koma í framkvæmd og ljúka við þau verk sem íbúar kusu um á þessu ári. Nýtt verkefni á næsta ári eru endurbætur og nýjar framkvæmdir við minjagarðinn á Hofsstöðum að upphæð 50 mkr.

Ábendingar íbúa um fjárhagsáætlun

Eins og undanfarin ár var leitað til bæjarbúa um að senda inn ábendingar um fjárhagsáætlun Garðabæjar. Í ár gátu íbúar sent inn hugmyndir og ábendingar í gegnum sérstaka samráðsgátt. Ábendingar íbúa voru teknar til skoðunar á milli umræðna um fjárhagsáætlun og er íbúum þakkað sérstaklega fyrir þeirra framlag um hvað megi betur fara og leggja skuli áherslu á.