14. des. 2017

Rammaskipulag Lyngássvæðis og Hafnarfjarðarvegar

Þann 19. október sl samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að rammaskipulagi Lyngássvæðis og Hafnarfjarðarvegar sem unnið hefur verið að á vegum skipulagsnefndar. Tillagan er unnin af ráðgjafateymi sem samanstendur af arkitektastofunni Batteríinu, landlagsarkitektstofunni Landslagi og verkfræðistofunni Mannviti. Byggir tillagan á vinnistillögu í samkeppni um rammaskipulag svæðisins sem fram fór á síðasta ári.
  • Séð yfir Garðabæ
Þann 19. október sl samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að rammaskipulagi Lyngássvæðis og Hafnarfjarðarvegar sem unnið hefur verið að á vegum skipulagsnefndar. Tillagan er unnin af ráðgjafateymi sem samanstendur af arkitektastofunni Batteríinu, landlagsarkitektstofunni Landslagi og verkfræðistofunni Mannviti. Byggir tillagan á vinnistillögu í samkeppni um rammaskipulag svæðisins sem fram fór á síðasta ári.

,,Brúum bilið - Fjölskylduvæn byggð"

Rammaskipulagið ber yfirskriftina  „Brúum bilið – Fjölskylduvæn byggð“ og er sett fram í greinargerð með uppdráttum og skýringarmyndum.
Svæðið sem rammaskipulagið nær til er 22,1 ha og skiptist í Lyngássvæði L (14,8 ha) og Hafnarfjarðarvegarsvæði H (7,3 ha).
Á svæðinu öllu gerir rammaskipulagið ráð fyrir 950-1400 íbúðareiningum. Af þeim einingum eru 500-750 á Lyngássvæði og 450-650 við Hafnarfjarðarveg. Einnig er gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði sem nemur 22.000-38.000 m2.
Í samræmi við nýsamþykkt Aðalskipulag Garðabæjar gerir rammaskipulagið ráð fyrir því að Hafnarfjarðarvegur verði í lokuðum stokki frá Vífilsstaðavegi að Lyngási.  Ekki er þó búist við að til þeirra framkvæmda komi á næstu árum en hér er um metnaðarfulla framtíðarsýn að ræða sem mun þarfnast víðtæks undirbúnings.

Lyngássvæðið skiptist í 6 reiti: L1,L2,L3,L4,L5 og L6. Reitur L6 er austan Hraunsholtslækjar við Ægisgrund.
Hafnarfjarðarvegarsvæði skiptist í 3 reiti: H1, H2 og H3. Reitur H3 er vestan Hraunholtslækjar við Lækjarfit.
Rammaskipulaginu er ætlað að vera grundvöllur deiliskipulagsgerðar svæðisins sem unnin verður í áföngum. Hafin er vinna við gerð deiliskipulags fyrr reiti L1, L2 og L6.

Nálgast má rammaskipulagið hér. 

Sjá einnig upplýsingar um hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Lyngássvæðis og Hafnarfjarðarvegar hér.