30. sep. 2011

Heilsueflandi Sjálandsskóli

Sjálandsskóli hefur hafið þátttöku í þróunarverkefninu Heilsueflandi grunnskóli. Helsta markmið þess er að vinna að því að efla velferð og góða heilsu nemenda og starfsfólks
  • Séð yfir Garðabæ

Sjálandsskóli hefur hafið þátttöku í þróunarverkefninu Heilsueflandi grunnskóli. Helsta markmið þess er að vinna að því að efla velferð og góða heilsu nemenda og starfsfólks. Heilsueflandi grunnskólar er evrópskt verkefni sem landlæknisembættið (áður Lýðheilsustöð) heldur utan um hér á landi.

Verkefnið byggir á rannsóknum sem sýna að með markvissum aðgerðum geti skólinn bætt heilsu og liðan nemenda og að þessir þættir hafi bein áhrif á námsárangur. Skólar sem taka þátt í verkefninu þurfa að setja sér heildræna stefnu um heilsueflandi skólastarf, ásamt tímasettri aðgerðaáætlun. Stefnuna á að vinna í samstarfi allra í skólasamfélaginu, þ.e. skólastjórnenda, kennara, starfsfólks, nemenda, foreldra, skólahjúkrunarfræðings og e.t.v. fleiri fulltrúa úr nærsamfélagsinu.

Í heilsueflandi skóla er sérstök áhersla lögð á eftirfarandi átta þætti skólastarfsins:

  • Nemendur
  • mataræði- tannheilsa
  • heimili
  • geðrækt
  • nærsamfélag
  • hreyfing- öryggi
  • lífsstíll og
  • starfsfólk.

Innleiðing verkefnisins tekur um fjögur ár. Fyrsta árið verður áherslan lögð á nemendur, hreyfingu og öryggi.

Verkefnisstjóri heilsueflandi grunnskóla í Sjálandsskóla er Hrafnhildur Sævarsdóttir íþróttakennari.

Nánari upplýsingar um verkefnið Heilsueflandi grunnskólar eru á vef fyrrum Lýðheilsustöðvar.