5. mar. 2003

Nýr skóli á Sjálandi

Nýr skóli á Sjálandi
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að nýr skóli er rísa á fyrir Grundir, Ása og Sjáland verði staðsettur á Sjálandi og á svæði norðan við Hraunsholtslæk. Bæjarstjórn fjallar um málið á fundi sínum á morgun. Sjá fundargerð bæjarráðs.

Undirbúningur að hönnun skólans hefst á næstu dögum. Skipaður hefur verið starfshópur til að leiða undirbúninginn sem unninn verður í samráði við ýmsa hópa sem eiga hagsmuna að gæta. Í þeirri vinnu verður horft til þróunar skólastarfs á komandi árum og hvort breytt skólastarf kalli á breytingar á skólahúsnæði. Foreldrum í hverfinu hefur verið boðin þátttaka í undirbúningnum. Sjá nánar í frétt frá 28. febrúar.