31. ágú. 2000
Ásdís Halla Bragadóttir ráðin bæjarstjóri
Ásdís Halla Bragadóttir ráðin bæjarstjóri
Á fundi bæjarstjórnar í dag var Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnmálafræðingur ráðin í starf bæjarstjóra Garðabæjar. Ásdís Halla er 32 ára gömul og búsett í Garðabæ.
Ásdís Halla lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla vorið 2000.
Að námi loknu starfaði Ásdís Halla sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og árin 1993 til 1995 gegndi hún starfi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Árin 1995 -1999 var Ásdís Halla aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Frá 1. apríl 2000 hefur Ásdís Halla starfað sem framkvæmdastjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs Háskólans í Reykjavík.
Ásdís Halla hefur verið virk í félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins og var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna árin 1997-1999.
Ásdís Halla er gift Aðalsteini Jónassyni, hæstaréttarlögmanni og eiga þau tvo syni Jónas Aðalstein f. 1990 og Braga f. 1999