20. ágú. 2025

Virkniþing eldra fólks í Garðabæ haldið 26. ágúst

Virkniþing eldra fólks í Garðabæ fer fram í Miðgarði, þar verður sú fjölbreytta starfsemi sem eldra fólki í Garðabæ stendur til boða kynnt.

Virkniþing eldra fólks í Garðabæ verður haldið í Miðgarði þriðjudaginn 26. ágúst. Þar munu fara fram kynningar á þeirri fjölbreyttu heilsueflandi þjónustu og afþreyingu sem eldra fólki í Garðabæ stendur til boða.

Boðið verður upp á fróðlegt fræðsluerindi um einmanaleika sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flytur. Kynningar verða á skapandi námskeiðum í Smiðjunni og frá fjölmörgum aðilum sem bjóða eldra fólki í Garðabæ þjónustu sína.

Garðabær, félög eldri borgara í Garðabæ og Álftanesi standa að virkniþinginu og er meginmarkmiðið að koma því fjölbreytta starfi sem í boði er á framfæri og stuðla á þann hátt að félagslegri virkni eldra fólks í Garðabæ og auknum lífsgæðum þeirra.

Íbúar Garðabæjar eru hvattir til að líta við í Miðgarð, þriðjudaginn 26. ágúst, frá klukkan 13:00 til 16:00.

Fjölbreytt dagskrá

Harpa Rós Gísladóttir opnar dagskrána klukkan 13.00, fróðlegur fyrirlestur Svavars Knúts um einmanaleika hefst klukkan 13:30. Garðálfarnir, kór eldri borgara, syngur klukkan 14.30.

Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Þeir aðilar sem munu kynna þjónustu og starfsemi eru: 

  • Rauði krossinn, kynnir vinaverkefni sitt
  • Bókasafn Garðabæjar
  • Garðasókn
  • Bessastaðasókn
  • Heilsugæslan í Garðabæ
  • Janus heilsuefling
  • Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs
  • Tilveran heilsusetur
  • IMG heilsurækt

Félag eldri borgara í Garðabæ kynnir:

  • Leikfimi
  • Stólajóga
  • Vatnsleikfimi
  • Zumba
  • Línudans
  • Dansleikfimi

  • Boccia

  • Qi-gong

Félag eldri borgara á Álftanesi kynnir:

  • Vatnsleikfimi
  • Leikfimi
  • Skapandi námskeið í Smiðjunni í Kirkjuhvoli