24. jan. 2019

Fasteignagjöld 2019

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2019 eru nú aðgengilegir á rafrænu formi en þar eru upplýsingar um fjárhæð fasteignaskatts, lóðarleigu, vatnsgjalds, holræsagjalds/rotþróargjald og sorpgjalds.

  • Séð yfir Garðabæ
    Séð yfir Garðabæ

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2019 eru nú aðgengilegir á rafrænu formi en þar eru upplýsingar um fjárhæð fasteignaskatts, lóðarleigu, vatnsgjalds, holræsagjalds/rotþróargjald og sorpgjalds.

Gjalddagar fasteignagjaldanna eru tíu eða 15. hvers mánaðar tímabilið janúar til október. Í þeim tilvikum sem fasteignagjöld ársins eru kr. 25.000 eða lægri er einn gjalddagi 15. apríl 2019.

Við álagningu hefur elli- og örorkulífeyrisþegum verið veitt lækkun eða niðurfelling samkvæmt reglum um viðmiðunarfjárhæð tekna á árinu 2017. Skilyrði lækkunar eða niðurfellingar er að um sé að ræða íbúðarhúsnæði þar sem viðkomandi gjaldandi á lögheimili.

Gjaldskrá yfir fasteignagjöld og útsvar má nálgast á vef Garðabæjar.

Álagningarseðlar ekki sendir út í pappírsformi

Fasteignagjöldin eru til innheimtu í heimabönkum og greiðslu- og álagningarseðlar fasteignagjalda eru ekki sendir út í pappírsformi nema til gjaldenda sem eru eldri en 75 ára. Hægt er að óska eftir að fá greiðsluseðil sendan heim og eins geta þeir sem fá sendan seðil óskað eftir að því verði hætt.

Hægt verður að nálgast álagningarseðil á www.island.is og á Mínum Garðabæ.