Fjör í Garðabæ á 17. júní
Fjölbreytt fjölskyldudagskrá á Garðatorgi, kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar og hátíðartónleikar í tilefni 80 ára afmæli lýðveldisins
Fjölskyldur eru boðnar velkomnar á Garðatorg á dagskrá sem miðar að því að kynslóðir geti fagnað þjóðhátíðardeginum saman.
Dagskráin er ókeypis en ágóði kaffihlaðborðs Kvenfélags Garðabæjar rennur til góðgerðamála.
Dagskráin verður svona:
13:00
- Skrúðganga
Skátafélagið Vífill og Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leiða göngu sem fer frá Hofsstaðatúni á Garðatorg
13:30 - 16:00
- Fjallkona, ávarp forseta bæjarstjórnar, Latibær og Sigga Ózk
Einnig koma fram Sólon ofurmaður, Ingó Geirdal töframaður og söngkonurnar Jóna Margrét og Anita. Þá dansar hópur frá Dansskóla Birnu Björns. Dagskráin fer fram á sviðið í göngugötunni, Garðatorgi 3
13:30-16:00
- Hoppukastalar
Bílastæði Garðatorgs breytt í svæði fyrir fjör sem Skátafélagið Vífill hefur umsjón með
13:00 -16:00
- Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar í Sveinatungu
Brauðtertur, hnallþórur og randalínur að hætti kvenskörunga
14:00 – 16:00
- Fánasmiðja og andlitsmálun
Föndur og andlitsmálun á Garðatorgi 7
- Bóksafn Garðabæjar
Notaleg stemning, spil, tafl og myndir til að lita. - Hönnunarsafn Íslands
Sýningarnar Hönnunarsafnið sem heimili, Strá og greinar og Eldblóm. Körfugerðarkona í vinnustofunni. - Minjagarðurinn á Hofsstöðum
Skyggnumst inn í fortíðina og fræðumst saman. - Aftur til Hofsstaða
Margmiðlunarsýning á Garðatorgi 7 spannar sögu Garðabæjar frá landnámi. - Kaka og gjöf í tilefni af 80 ára lýðveldisafmæli Íslands
Lýðveldiskaka borin fram á Garðatorgi 3 á fjölskylduskemmtun og Fjallkonubókin afhent á Bókasafni Garðabæjar en hvoru tveggja er í boði forsætisráðuneytisins.
20:00
- Hátíðartónleikar í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins í Tónlistarskóla Garðabæjar
Hallveig Rúnarsdóttir sópran- Hildigunnur Einarsdóttir mezzosópran- Gunnar Guðbjörnsson tenór- Bergþór Pálsson baritón- Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó.
Íslenskar söngperlur fluttar ásamt verðlaunalagi Atla Ingólfssonar við texta Þórarins Eldjárns, Ávarp fjallkonunnar. Aðgangur ókeypis.