Góð samskipti í aðalhlutverki í forvarnarviku
Forvarnavika Garðabæjar er haldin 1. – 8. nóvember 2024. Um þemaviku er að ræða þar sem aðalviðfangsefnið er góð samskipti.
Góð samskipti verða í aðalhlutverki í forvarnavika Garðabæjar sem er haldin 1. – 8. nóvember 2024. Vikan hefst á Menntadegi Garðabæjar og lýkur á Degi gegn einelti. Í vikunni verður samskiptasáttmála Garðabæjar gert sérstaklega hátt undir höfði en leiðarljós hans er að stuðla að jákvæðum samskiptum og auka þekkingu barna, forráðafólks og starfsfólks á einkennum samskiptavanda og eineltis. Góð samskiptafærni er mikilvægt veganesti í lífinu.
Fjölmargir áhugaverðir viðburðir verða haldnir á stofnunum bæjarins í forvarnarvikunni og stefnt er að fræðslufundi fyrir foreldra 12. nóvember næstkomandi. Hægt er að skoða dagskrár skólanna inni á heimasíðum þeirra.
Forvarnarvikan einblínir ekki á skólastigin í Garðabæ, en horfir til þess að við getum öll átt í góðum samskiptum með því að sýna samkennd, seiglu, sjálfsstjórn, sjálfstæði og skapandi hugsun eða S-in fimm.
Garðabær vonar að okkar góða bæjarfélag taki höndum saman eins og svo oft áður og hafi þessi samskipti í huga. Verum góðar fyrirmyndir – á öllum aldri.
Fyrir neðan má sjá dagskrána í nokkrum stofnunum Garðabæjar en listinn er ekki tæmandi.
Dagskrá í stofnunum Garðabæjar
Leikskólinn Krakkakot
Krakkakot ætlar að byrja vinnuna á skipulagsdaginn með því að hver deild ræðir um samskipti sín á milli og geri það með því að vinna með gildi leikskólans. Gildi leikskólans eru Virðing, jákvæðni öryggi og gleði og munum við biðja starfsfólk um að ræða það á sinni deild hvernig þau Sjá, Heyra og Finna þessi gildi í sínu samstarfi inn á deild og í leikskólanum með markmiðum samskiptaáætlunina í huga. Vikuna 4.-8. nóv ætlum við að leggja áherslu á eitt S í samskiptasáttmála Garðabæjar á dag og leggja áherslu á það með því að setja upp veggspjald með því og í lok vikunnar verða þau öll fimm komin upp. Vinnan með börnum þessa viku er að við lesum og ræðum um vináttu, fjölbreytileika, sjálfstjórn og sjálfstæði, með starfsmenn langar mig að þeir geri litla „starfendarannsókn“ á sjálfum sér í samskiptum við börnin.
Leikskólinn Holtakot
Seyla
Samkennd: Syngjum vinarlög alla vikuna og auka Blæ stund þar sem við vinnum með samkennd og vináttu.
Seigla og sjálfstæði: Æfa sig í að finna sinn útigalla sem liggur á gólfinu og klæða sig í hann.
Sjálfsstjórn: Æfa sig í að bíða eftir að leikföng séu laus, skiptast á að leika fallega. Spilastund með eldri börnunum.
Skapandi hugsun: förum að stað með leikinn “könnunarleikur” þar nota börnin felst skynfæri með tilraunum sínum, þau hlusta, snerta, skoða og jafnvel setja í munninn og fá að leika. Aðferðin felst í því að starfsfólk velur verðlausan, endurnýtanlegan efnivið t.d. jógúrtdósir, áldósir, lykla, pappahólka, perlubönd og margt fleira sem talið er að vekji áhuga barna.
Mýri
Samkennd: Tölum við börnin og hvernig við erum góð hvert við annað
Seigla og sjálfstæði: Hvetja börnin til að klæða sig sjálf og fá þau í að hjálpa að taka til eftir leik.
Sjálfstjórn: Kenna þeim að hafa hendurnar hjá sér og koma vel fram við aðra
Skapandi hugsun: Leyfa þeim að velja sjálf viðfangefni hvort sem er í leik að list innan ákveðins ramma
Tröð
Samkennd: Blær – hvernig við getum hjálpað vinum okkar þegar þeim líður illa
Seigla og sjálfstæði: Hvetja þau til að klæða sig og hverja áfram í leik. Kenna þeim að velja sjálf í leik og klæða sig fyrir útiveru
Sjálfstjórn: Ræða tilfinningar
Skapandi hugsun:Velja sjálf hvað þau vilja gera í listakrók og leik
Hlið
Samkennd: Skoða spjöldin í vináttuverkefninu og ræða um vináttu. Ræða um tilfinninga, sýna myndir úr uppeldisstefnumöppunni
Seigla og sjálfstæði: Passa að grípa ekki fram fyrir hendurnar á þeim þegar erfiðleikar steðja að. Kenna þeim að leysa ágreining. Nota uppeldistefnumöppuna.. Að barn læti að bera ábyrgð á eigin gjörðum og setja sjálfum sér og öðrum mörk – Blær og uppeldisstefna. Hvetja börnin að standa á eigin skoðunum. Nota í leik, hvetja þau til að velja það sem þau vilja velja, ekki eftir því sem vinurinn vill gera.. Nýta fataklefann – ekki gefast upp ef þau ná ekki að klæða sig – hvetja áfram
Sjálfsstjórn: Ræða við börnin um tilfinningar. Hvernig stjórnun við tilfinningum og hegðun. Nota tilfinningamyndir í uppeldismöppu
Sjálfstæði: Að barn læti að bera ábyrgð á eigin gjörðum og setja sjálfum sér og öðrum mörk – Blær og uppeldisstefna. Hvetja börnin að standa á eigin skoðunum. Nota í leik, hvetja þau til að velja það sem þau vilja velja, ekki eftir því sem vinurinn vill gera.
Skapandi hugsun: Val í leik og listum
Leikskólinn Sjálandsskóla 5 ára deild
Í 5 ára deild Sjálandsskóla verður unnið með eftirfarandi námsefni í Forvarnarviku Garðabæjar:
Unnið verður markvisst með bækurnar í flokknum Hugarperlur frá Oran. Þær efla sjálfstraust og seiglu barna með því að kenna þeim að bregðast við erfiðum aðstæðum í daglegu lífi. Í 7. venjum kátra krakka verða sögur lesnar um samkennd og verkefni unnin tengd því. Í útnámi verður börnum gefin verkefni sem þau leysa með samvinnu sem kennir þeim góð samskipti, að vera lausnamiðuð og sjálfstæð. Í íþróttum og yoga verður unnið með samvinnuæfingar. Að lokum verður börnum veitt tækifæri til að skapa sjálf í frjálsu föndurverkefni þar sem sköpunargleði þeirra fær að njóta sín.
Álftanesskóli
Samskiptasáttmálinn
Dagana 1. – 8. nóvember verður áhersla lögð á að nemendur vinni með þema forvarnarvikunnar sem er ”Samskiptasáttmálinn”. Við mælum með að unnið verði með þemað á hverjum degi, í 15 til 20 mínútur. Kennarar ákveða sjálfir hvernig þeir vilja útfæra vinnuna en meðfylgjandi eru hugmyndir að fræðslu, verkefnum og leikjum sem kennarar hafa fengið.
Auk þess eru kennarar hvattir til að gefa rými fyrir spilastund og samvinnuleiki þessa vikuna.
Námsráðgjafi og nemendaráðgjafi Álftanesskóla hafa sett upp áætlun sem má sjá hér að neðan. Áætlunin er þó lögð fram með fyrirvara um smávægilegar breytingar.
Mánudagur 4. nóv. |
Þriðjudagur 5. nóv. |
Miðvikudagur 6. nóv. |
Fimmtudagur7. nóv. |
Föstudagur 8. nóv |
|
1.-4. bekkur |
Kynning forvarnarviku Góða samskipti |
Samskipta- hringurinn | Hlutverk foreldra | Hlutverk starfsamanna | Hlutverk nemenda |
5.-7. bekkur |
Kynning forvarnarviku Góð samskipti |
Samskipta- hringurinn | Hlutverk foreldra | Hlutverk starfsamanna | Hlutverk nemenda |
8.-10. bekkur |
Kynning forvarnarviku Góð samskipti |
Samskipta- hringurinn | Hlutverk foreldra | Hlutverk starfsamanna | Hlutverk nemenda |
Í kringum forvarnarvikuna fáum við til okkar utanaðkomandi fræðslu og verkefni.
Yngsta stig:
Hugmyndir um verkefni:
Verkfærakista Kvan
Leikgleði – 50 leikir
Hægt að lesa bækur fyrir nemendur eins og: ”Regnbogafiskurinn” e Marcus Pfister sem er bók um fisk sem er með marglitt hreistur og því fallegasti fiskurinn í sjónum. En hann er dramblátur og enginn vill vera vinur hans - þar til hann lærir að gefa svolítið af sjálfum sér.
”Má ég vera memm!” e Hörpu Lúthersdóttur
Stöndum saman - Forvarnir gegn einelti í heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun
Miðstig:
Hugmyndir um verkefni:
Verkfærakista Kvan
Leikgleði – 50 leikir
Stöndum saman
Forvarnir gegn einelti í heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun
Elsta stig:
Hugmyndir um verkefni:
Verkfærakista Kvan
Leikgleði – 50 leikir
Stöndum saman
Forvarnir gegn einelti í heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun
Hofsstaðaskóli
HS leikar verða haldnir í Hofsstaðaskóla þar sem nemendur blandast í hópa þvert á milli árganga, kynnast og vinna saman að margvíslegum verkefnum sem reyna á mismunandi styrkleika nemenda og samvinnu. Eldri nemendur eru fyrirliðar og æfa leiðtogahæfni.
Á meðal verkefna eru verkefni sem tengjast Samskiptasáttmálanum beint. Mynduð verður vináttukeðja kringum skólann í kjölfar HS leikana þar sem hóparnir raða sér saman. Samfélagslöggan heimsækir 6. bekkinga þann 5. nóvember og fjallar um starf lögreglunnar, ofbeldi og vopnaburð. Þau hittu 7. bekkinga í lok september. Forvarnarvikan teygir sig út fyrir hina sérmerktu viku: 6. bekkur situr fræðslufund í október um samskipti, skýr mörk og samfélagsmiðla undir yfirskriftinni „Fokk me, fokk you“. 7. bekkur situr fræðslufundinn Sjálfsagi, svefn næring og hreyfing í þessari viku. Netumferðarskólinn heimsóttir 4. bekkinga. Foreldrafélagið bauð foreldrum upp á fyrirlesturinn: „Listin að vera leiðinlegt foreldri“. Í bekkjum er fjallað um samskiptasáttmálann, unnið með verkfærakistu KVAN og uppeldi til ábyrgðar.
Flataskóli
Við minnum á mikilvægi stofufunda og að flétta S-in 5 inn í vinnuna.
1. bekkur • Verkefni í verkfærakistunni - Orðbragð bls. 100 • Verkefni í verkfærakistunni - Hrós og sjálfstal bls. 103 • Verkefni í verkfærakistunni - Að bregðast við stríðni bls. 97 • Myndband með Vöndu Sig sýnt á baráttu degi gegn einelti 8.nóv; Mikilvægi góðra samskipta https://menntastefna.is/tool/myndband-um-mikilvaegi-godra-samskipta/ • Lykillinn að góðri vináttu - Allir útbúa sinn lykil. Skrifa orð sem tengjast vináttu inn í lykill og skreyta. Lyklar hópsins eru settir á plakat upp á vegg.
2. bekkur • Verkefni í verkfærakistunni - Orðbragð bls. 100 • Verkefni í verkfærakistunni - Hrós og sjálfstal bls. 103 • Verkefni í verkfærakistunni - Að bregðast við stríðni bls. 97 • Myndband með Vöndu Sig sýnt á baráttu degi gegn einelti 8.nóv; Mikilvægi góðra samskipta https://menntastefna.is/tool/myndband-um-mikilvaegi-godra-samskipta/ • Lykillinn að góðri vináttu - Allir útbúa sinn lykil. Skrifa orð sem tengjast vináttu inn í lykill og skreyta. Lyklar hópsins eru settir á plakat upp á vegg.
3. bekkur • Verkefni í verkfærakistunni - Orðbragð bls. 100 • Verkefni í verkfærakistunni - Hrós og sjálfstal bls. 103 • Verkefni í verkfærakistunni - Að bregðast við stríðni bls. 97 • Myndband með Vöndu Sig sýnt á baráttu degi gegn einelti 8.nóv; Mikilvægi góðra samskipta https://menntastefna.is/tool/myndband-um-mikilvaegi-godra-samskipta/ • Lykillinn að góðri vináttu - Allir útbúa sinn lykil. Skrifa orð sem tengjast vináttu inn í lykill og skreyta. Lyklar hópsins eru settir á plakat upp á vegg.
4. bekkur • Menning í námshóp og samskipti - Bjarni Fritz - foreldrafræðsla (18.nóv) • Verkefni í verkfærakistunni - Vinátta bls. 83. • Myndband með Vöndu Sig sýnt á baráttu degi gegn einelti 8.nóv; Mikilvægi góðra samskipta https://menntastefna.is/tool/myndband-um-mikilvaegi-godra-samskipta/ • Lykillinn að góðri vináttu - Allir útbúa sinn lykil. Skrifa orð sem tengjast vináttu inn í lykill og skreyta. Lyklar hópsins eru settir á plakat upp á vegg.
5. bekkur • Menning í námshóp og samskipti - Bjarni Fritz - nemendafræðsla (8.okt) • Menning í námshóp og samskipti - Bjarni Fritz - foreldrafræðsla (18.nóv) • Verkefni í verkfærakistunni - Vinátta bls. 83. • Verkfæri í verkfærakistunni - Góður bekkjarfélagi bls. 80. • Myndband með Vöndu Sig sýnt á baráttu degi gegn einelti 8.nóv; Mikilvægi góðra samskipta https://menntastefna.is/tool/myndband-um-mikilvaegi-godra-samskipta/ • Lykillinn að góðri vináttu - Allir útbúa sinn lykil. Skrifa orð sem tengjast vináttu inn í lykill og skreyta. Lyklar hópsins eru settir á plakat upp á vegg.
6. bekkur • Menning í námshóp og samskipti - Bjarni Fritz - nemendafræðsla (8.okt) • Menning í námshóp og samskipti - Bjarni Fritz - foreldrafræðsla (18.nóv) • Verkefni í verkfærakistunni - Vinátta bls. 83. • Verkfæri í verkfærakistunni - Góður bekkjarfélagi bls. 80. • Myndband með Vöndu Sig sýnt á baráttu degi gegn einelti 8.nóv; Mikilvægi góðra samskipta https://menntastefna.is/tool/myndband-um-mikilvaegi-godra-samskipta/ • Lykillinn að góðri vináttu - Allir útbúa sinn lykil. Skrifa orð sem tengjast vináttu inn í lykill og skreyta. Lyklar hópsins eru settir á plakat upp á vegg.
7. bekkur • Menning í námshóp og samskipti - Bjarni Fritz - nemendafræðsla (8.okt) • Menning í námshóp og samskipti - Bjarni Fritz - foreldrafræðsla (18.nóv) • Verkefni í verkfærakistunni - Vinátta bls. 83. • Verkfæri í verkfærakistunni - Góður bekkjarfélagi bls. 80. • Myndband með Vöndu Sig sýnt á baráttu degi gegn einelti 8.nóv; Mikilvægi góðra samskipta https://menntastefna.is/tool/myndband-um-mikilvaegi-godra-samskipta/ • Lykillinn að góðri vináttu - Allir útbúa sinn lykil. Skrifa orð sem tengjast vináttu inn í lykill og skreyta. Lyklar hópsins eru settir á plakat upp á vegg.
Sjálandsskóli
- Mánudagur: Áherslan í dag er á gildin Samkennd og Seiglu úr samskiptasáttmálanum. Nemendur ræða saman og vinna að verkefnum sem snúa að gildum dagsins og samskiptum.
- Þriðjudagur: Áherslan í dag er á gildið Sjálfsstjórn úr samskiptasáttmálanum. Nemendur ræða saman og vinna að verkefnum sem snúa að gildi dagsins og samskiptum.
- Miðvikudagur: Áherslan í dag er á gildin Sjálfstæði og Skapandi hugsun. Nemendur ræða saman og vinna að verkefnum sem snúa að gildum dagsins og samskiptum.
- Fimmtudagur: Vinabekkir skólans hittast og vinna að sameiginlegu verkefni – Plan í vinnslu, kemur frá Guðrúnu Dóru og Silju.
- Föstudagur: Gleðidagur Sjálandsskóla – uppskeruhátíð forvarnarviku. Pálínuboð innan bekkja og spariföt.
Áhersla verður lögð á verkefni og samvinnuleiki úr verkefnakistu KVAN og verkefnum á sameign tengd vináttu og samskiptum: Verkefni tengd vináttu og samskiptum
Félagsmiðstöðin Klakinn
Mánudagur: Spilið „More than one story“ . Spil sem er ætlað að fá fólk til að kynnast betur, eiga samskipti við aðra og læra að taka tillit til annarra.
Miðvikudagur: Þá verður farið í hóp- og samskiptaleiki til að efla traust og samskipti meðal unglinganna. Dæmi um leiki sem verður farið í: keðjuleik, númeraröð, mennskan hnút og fleira.
Garðaskóli
Allir nemendur í 8. bekk á bekkjarkvöldum með forráðamönnum í október, alls átta kvöld. Fræðsla, foreldrar kynna sig, borða saman, leikir sem nemendur skipuleggja, fræðsla frá verkefnastjóra og námsráðgjafa m.a. um samskipti, skjánotkun, líðan, orkudrykki, samskiptavandamál, ástundun í skóla o.fl. Mjög góð mæting var í öllum bekkjum og mikil ánægja með þessi kvöld sem styrkja samskipti og samvinnu heimila og skóla.
Allir nemendur og forráðamenn hafa fengið kynningu á Samskiptasáttmála og margir búnir að vinna bekkjarsáttmála eða eru í þeirri vinnu.
Nemendaráðgjafar í 9. og 10.bekk hafa verið með jafningjafræðslu, farið í leiki með 8. bekkingum og rætt við þau um námið og samskipti.
Allir nemendur í 8.bekk hafa komið í minni hópum til námsráðgjafa þar sem m.a. var rætt um gildi þess að hafa góðan bekkjaranda og að standa saman og vera góð hvort við annað.
Drög að skipulagi í forvarnarviku:
Haldið verður áfram að vinna bekkjarsáttmála.
Nemendaráðgjafar verða með samskiptabingó í vikunni þar sem nemendur þurfa að tala við aðra nemendur sem þeir þekkja ekki.
Í umsjón verður horft á efni sem tengist samskiptum/samkennd og síðan farið leiki sem stuðla að góðum samskiptum, eins og hrós leik, spyrja- hlusta – spyrja – hrósa leikinn, finna hvað nemendur eiga sameiginlegt, hrós/hvatningarblað sem allir skrifa á fyrir bekkjarfélaga sína.
Á lokadegi verður haldið upp á afmæli skólans og það verða skemmtilegar uppákomur ásamt því að gera upp samskipta bingóið sem nemendaráðgjafar sjá um.
Unnið verður með vinabönd í vikunni þar sem gildi góðra samskipta og vináttu eru rædd .
Félagsmiðstöðin Garðalundur
Vikuna 1.-8. nóvember ætlar Garðalundur að nýta þemu forvarnarvikunnar í félagsmiðstöðva og ungmennahúsa vikunni sem eru Samkennd, Seigla, Sjálfstjórn, Sjálfstæði og Skapandi hugsun.
Skapandi hugsun: Í skipulagi þessarar viku hafa ungmenni komið með hugmyndir um hvað þau hefðu áhuga á að gera saman með forráðafólki sínu og viljum við hafa fulla aðstöðu alla fimm dagana!
Samkennd: Þessi vika er kjörið tækifæri fyrir forráðafólk til að koma og kynnast hvort öðru og starfsemi okkar og opna á samtalið milli Garðalundar, Forráðafólks og Ungmenna. Seigla: Það getur verið erfitt að fara í ókunnar aðstæður bæði fyrir börn jafnt sem fullorðna og eru þessir dagar kjörið tækifæri fyrir alla að stíga út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt.
Sjálfstæði: Í starfi Garðalundar er boðið upp á alls kyn starfsemi og gefst ungmennum og í þessari viku forráðafólki tækifæri til að prufa nýja hluti sem vekja áhuga þeirra og velja út frá sjálfum sér og leggja til hliðar hvað vinirnir eða umhverfið vill frá þeim.
Sjálfstjórn: Í frjálsu starfi eins og félagsmiðstöðvarstarfið er geta oft komið upp krefjandi félagslegar aðstæður og er lögð áhersla á að aðstoða ungmennin við að takast á við samskipti af ábyrgð og virðingu.
Ungmennaráð Garðabæjar
Ungmennaráð Garðabæjar hefur undirbúið myndbönd út frá yfirheitinu samskipti.
Ungmennin settu saman lista af fyrirmyndum í íslenskuþjóðfélagi sem ætla að ræða um heilbrigð samskipti í ýmsum aðstæðum t.d. á samfélagsmiðlum og í íþróttaklefa.
Fyrirmyndirnar munu ræða tvö og tvö saman um um t.d. samfélagsmiðlar, vinasambönd og klefamenningu.
Ungmennaráðið vonast til þess að myndböndin ýti undir heilbrigðari og betri samskipti meðal ungmenna.
Myndböndin verða sýnd í unglingadeildum Garðabæjar og er vonin sú að þau munu skapa umræðu um hvað séu góð og heilbrigð samskipti.
Leikstjóri myndbandsins er leikkonan og leikstjórinn Birna Rún Eiríksdóttir. Viðmælendur sem koma fram eru: Kjartan Atli, Dúi Þór, Júlíana Sara, Vala Kristín, Egill Breki, Birta Líf, Dóra Júlía, Páll Óskar, Villi Neto, Birna Rún, Patrekur Jamie, Binni Glee, Gummi Kíró, Gerður, Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir.
Fjölbrautarskóli Garðabæjar
Í FG verður haldinn „forvarnarmánuður“. Markmið er að efla félagsfærni, samkennd og samskipti meðal nemenda. Einnig að draga úr símanotkun, auka samfélagslega ábyrgð og stuðla að betri andlegri heilsu nemenda með því að hvetja til betri samskipta og aukinnar samveru.
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og baráttukona gegn kynferðisofbeldi verður með fræðslu um mikilvægi samskipta sem snúa að stafrænum réttindum og birtingarmyndir stafræns ofbeldis í ástar- og vináttusamböndum.
Opnar smiðjur fyrir nemendur á skólatíma undir stjórn námsráðgjafa: Bingósmiðja, spilasmiðja, hundasmiðja, spjöllum saman smiðja.
Nemendur verða með nokkra litla viðburði eins og t.d. armbeygjukeppni, samveruföndurstund eins og að skera út grasker, „Pinata“ keppni. Taflborð, púsl, draga fram spil. Ávextir og tónlist í boði fyrir nemendur 4. og 5. nóvember.
Urriðaholtsskóli
Mánudagurinn 4. nóvember
Þennan dag verður unnið með skapandi hugsun í allskonar formi.
Sameiginleg setning Forvarnarviku Garðabæjar í öllum bekkjum á leik- og grunnskólastigi
- Staðsetning: Hátíðarsalur Urriðaholtsskóla
o Allir nemendur ganga saman m/kennurum. Þar munum nemendur og starfsfólk haldast eiga stutta stund saman þar sem forvarnarvikan er formlega sett. Syngjum saman nokkur lög t.d. skólasöngurinn, ég er sko vinur þinn, ég er eins og ég er og burtu með fordóma.
o Helstu áhersluatriði vikunnar og dagskrá utan hefðbundinnar kennslu kynnt.
Fræðsla fyrir unglingastig á vegum SAFT sem ber heitið “Algóritminn sem elur mig upp” sem Skúli B. Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd fer yfir mikilvægi þess að vera læs á upplýsingar og miðla í nútíma samfélagi. Fjölmiðlalæsi, auglýsingalæsi, gervigreindarlæsi, myndlæsi o.fl. Hvernig virka algóritmar samfélagsmiðlanna og með hvaða hætti hefur tæknin áhrif á okkar daglega líf og líðan?
- Tímasetning: 11:00-12:00
- Staðsetning: Inni á svæði hjá unglingadeild
Fræðsla fyrir 6.-7. bekk á vegum SAFT sem ber heitið Netumferðarskólinn
Fræðsluerindið er blanda af fyrirlestri, hópverkefni og samtali við börnin þar sem áherslan er á vitundarvakningu, hugtakaskilning og valdeflingu.
- Tímasetning: 12:15-13:15
- Staðsetning: Inni á svæði hjá miðstigi
Nýtum vikuna í að kynna Samskiptasáttmála Garðabæjar fyrir öllum nemendum grunnskólastigs
· Glærurnar eru tilbúnar fyrir öll grunnskólastig inni á US grunnskólastig rásinni á Teams, í 2024-2025 möppunni. Það er sér kynningar fyrir yngsta-, mið- og unglingstig sem voru unnar með öllum grunnskólum í Garðabæ.
Markmið vikunnar er að búa til stóran Regnbogavegg á áberandi stað í skólanum.
- Hver bekkur útbýr regnbogaverk með yfirskriftina „ég er eins og ég er“. Markmiðið er að hafa regnbogaverk á veggnum eftir alla nemendur skólans þar sem þau skrifa í regnboga hvað gerir þau einstök. Regnbogaveggurinn má vera í stöðugri vinnslu yfir forvarnavikuna.
Settur verður upp hróskassi á áberandi stað þar sem nemendur og starfsfólk skólans geta sett hrósmiða í til þess að hrósa hvert öðru. Í lok forvarnarviku verðum hrósmiðum dreift á rétta staði.
Þriðjudagurinn 5. nóvember
Þennan dag verður unnið með sjálfstæði
Fræðsla - Hildur Ýr hjúkrunarfræðingur sér um kvíðafræðslu fyrir 4. bekk (fyrri hópur hér og seinni á fimmtudaginn 07.11)
- Tímasetning: 08:30
- Staðsetning: Heimasvæði
Hugmyndir að öðrum verkefnum til að vinna með nemendum:
- Sjálfsmyndin - hver er ég?
- Taktu ákvörðun leikur
- Skipta á milli vinabekkja sem hittast og vinni saman.
- Nemendur á leikskólastigi (elstu börn) og nemendur í 1. og 2. bekk vinna verkefni á vegum UNICEF um Barnasáttmálann og kynna sér réttindi sín:
o Litabók UNICEF um réttindi barna
§ https://menntastefna.is/tool/rettindi-barna-i-regnbogans-litum-litabok-unicef/
o Þrautabók UNICEF um réttindi barna
§ https://menntastefna.is/tool/thrautabok-um-rettindi-barna-unicef/
o Réttindafræðsla UNICEF fyrir börn
§ https://www.unicef.is/fraedslafyrirborn
Miðvikudagurinn 6. nóvember
Þennan dag verður unnið með þemað seigla. Kynnt verður fyrir nemendum hvað orðið seigla þýðir og hvernig samspil ólíkra þátta ýtir undir seiglu hjá börnum t.d. að ná að gera eitthvað sem er erfitt ýtir undir seiglu.
Þema dagsins er REGNBOGI þar sem nemendur og starfsfólk eru beðin um að mæta í litríkum fötum.
Hugmyndir að verkefnum til að vinna með nemendum:
- Verkefnakista KVAN
- Verkfærakista Menntastefnu Reykjavíkurborgar
o https://menntastefna.is/verkfaerakista/´
- Æfa sig í að gera mistök og hluti sem eru erfiðir
- Prófa nýja hluti.
- Gönguferð í náttúrunni
Fimmtudagurinn 7. nóvember
Þennan dag verður unnið með sjálfstjórn
Fræðsla - Hildur Ýr hjúkrunarfræðingur sér um kvíðafræðslu fyrir 4. bekk (seinni hópur)
- Tímasetning: 08:30
- Staðsetning: Heimasvæði
Hugmyndir að verkefnum til að vinna með nemendum:
- Núvitund/hugleiðsla: sjálfstjórn, að geta kúplað sig út og slakað á, samkennd í eigin garð, vera góð við okkur sjálf.
- Leikur- leiklist.
- Minnum á hróskassann.
Föstudagurinn 8. Nóvember - Dagur gegn einelti
Þennan dag verður unnið með samkennd ásamt því að leggja áherslu á fræðslu um góð samskipti og eineltisforvarnir.
Í lok viku eiga allir nemendur að hafa fengið kynningu á Samskiptasáttmála Garðabæjar sem er nú unnið eftir í öllum samskipta- og eineltismálum sem koma upp í grunnskólum í Garðabæ.
Hugmyndir að verkefnum til að vinna með nemendum:
- RAK – Random Act of Kindness
o Hver árgangur skrifar falleg skilaboð og hengja á hús í hverfinu.
§ Dæmi: Skrifa “Eigðu frábæran dag kæri nágranni, kv. Nemendur í 2. bekk í Urriðaholtsskóla ” og myndskreyta síðan bréfið
- Yngsta stig – teikna hjarta og kremja síðan og ræða um að orðin okkar særa.
- Verkfærakista KVAN – verkefni sem snúa að vináttu, samvinnu og samkennd.
- Minnum á hróskassann
Forvarnarvikunni verður formlega lokað með sameiginlegri stund þar sem við munum búa til stórt danspartý með öllum nemendum.
- Tímasetning: 09:15
- Staðsetning: Hátíðarsalur skólans.
Jónshús – Félag eldri borgara í Garðabæ og Jónshús
Fyrirlestur í Jónshúsi fimmtudaginn 7. nóv. kl. 13:30
Rík áhersla verður lögð á S-in 5 sem tilgreind eru í Samskiptasáttmála Garðabæjar þ.e. „Samkennd – Seigla - Sjálfstjórn – Sjálfstæði - Skapandi hugsun“.
Í Jónshúsi verður fólk hvatt til að mæta og eiga notalega stund. Af þessu tilefni mun séra Hans Guðberg Alfreðsson, prestur í Bessastaða- og Garðaprestakalli, koma og fjalla um mikilvægi samkenndar og stuðnings á erfiðum stundum í lífi fólks sbr. ástvina- og maka missi, alvarleg veikindi og önnur áföll í lífi fólks. Hvernig við nálgumst vini og kunningja í þeim aðstæðum.
Fundur með forráðafólki barna og unglinga í Garðabæ 12. nóvember kl. 20:00 í Sjálandsskóla
„Veist þú hvað barnið þitt er með í töskunni?“: Fundur með forráðafólki barna og unglinga í Garðabæ
Drög að dagskrá:
Kl. 20:00 Fundarstjóri Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnafulltrúi Garðabæjar
Kl. 20:05 Ávarp bæjarstjóra Almars Guðmundssonar
Kl. 20:15 Samfélagslöggan – vopnaburður og viðbrögð lögreglunnar
Kl. 20:30 „Jákvætt starf félagsmiðstöðva í Garðabæ“ Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir forstöðumaður í Elítunni
Kl. 20:45 „Stýrir algóritminn uppeldi þinna barna“ Skúli B. Geirdal
Kl. 21:00 umræður
Kl. 21:20 Fundarslit - Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður ÍTG