10. ágú. 2023

Hinsegin dagar 8. -13.ágúst

Garðabær hvetur íbúa til að fagna fjöl­breyti­leik­an­um í til­efni Hinseg­in daga 2023 og sýna þannig mann­rétt­inda­bar­áttu hinseg­in sam­fé­lags­ins mik­il­væg­an stuðn­ing.

Gleðilega hinsegin daga!
Garðabær hvetur íbúa til að fagna fjöl­breyti­leik­an­um í til­efni Hinseg­in daga 2023 og sýna þannig mann­rétt­inda­bar­áttu hinseg­in sam­fé­lags­ins mik­il­væg­an stuðn­ing.

Hinsegin dagar vaxið og dafnað síðustu ár og eru í dag ein fjölsóttasta hátíð landsins. Dagskrá Hinsegin daga má finna hér.

Ánægja með fræðslu Samtakanna ‘78

Í lok síðasta árs skrifuðu Garðabær og Samtökin ‘78 um samstarfssamning um þjónustu samtakanna við bæinn. Markmiðið með slíkum samning er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar.

Samningurinn kveður á um að Samtökin ´78 veiti Garðabæ þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi fyrir nokkra þjónustuþætti, til að mynda:

  • Fræðslu til starfsfólks grunnskóla í Garðabæ
  • Fræðslu til nemenda grunnskóla í Garðabæ
  • Fræðslu til stjórnenda sem vinna hjá Garðabæ
  • Endurgjaldlausa ráðgjöf Samtakanna ´78 til ungmenna í Garðabæ
  • Fræðslu til starfsfólks leikskóla í Garðabæ
  • Fræðslu til félags- og frístundamiðstöðva í Garðabæ

Nú þegar hafa fjölmargir skólastarfsmenn og nemendur í Garðabæ fengið fræðslu frá Samtökunum '78. 

Þorgerður Anna Arnardóttir skólastjóri Urriðaholtsskóla segir mikla ánægju hafa verið með fræðsluna hjá þeim. „ Það var mikil ánægja með námskeiðið sem studdi svo sannarlega við starfsfólk skólans. Í Urriðaholtsskóla er unnið markvisst að fræðslu hinseginleikans og gaman að geta þess að tveir kennarar við skólann fengu styrk úr rannsóknarsjóði Kennarasambandsins í tengslum við að rannsaka og efla hinsegin fræðslu fyrir 1-10 bekk." 

Markmið verkefnisins sem Urriðaholtsskóli fékk samþykkt eru að koma á fót heildstæðri hinsegin fræðslu í Urriðaholtsskóla, að kanna hvort draga megi úr fordómum nemenda með öflugri hinsegin fræðslu og að efla hinsegin nemendur skólans. „Við ráðgerum við að byggja ofan á þá fræðslu sem skólasamfélagið hefur fengið með áframhaldandi samstarfið við Samtökin 78," segir Þorgerður Anna.