17. apr. 2020

Hreinsunarátak 7.-21. maí

Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar fer fram dagana 7.-21. maí nk. sem er aðeins seinna en undanfarin ár vegna stöðunnar í þjóðfélaginu. Vorhreinsun lóða í hverfum bæjarins fer fram dagana 11.-22. maí nk.

  • Hreinsunarátak Garðabæjar heppnaðist vel.
    Hreinsunarátak Garðabæjar

Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar fer fram dagana 7.-21. maí nk. sem er aðeins seinna en undanfarin ár vegna stöðunnar í þjóðfélaginu.  Hópar geta sótt um að vera með í hreinsunarátakinu og fá úthlutuð svæði til að hreinsa í sínu nærumhverfi.  Vorhreinsun lóða í hverfum bæjarins verður á svipuðum tíma og í fyrra þ.e. síðari hluta maí mánaðar eða frá 11.-22. maí nk. 

Hreinsunarátak Garðabæjar 7.-21. maí

Nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátaki Garðabæjar sem verður dagana 7.-21. maí nk. Hópar sem vilja taka þátt í að hreinsa svæði í sínu nærumhverfi sitt geta sótt um þátttöku og fengið styrk í fjáröflunarskyni eða til að halda grillveislu í lok góðrar tiltektar. Hópar geta haft samband við verkefnastjóra garðyrkjudeildar, s. 820 8574, lindajo@gardabaer.is.  

Íbúar eru hvattir til að sýna gott fordæmi með því að taka nærumhverfi í fóstur og hlúa að því. Starfsmenn bæjarins munu hirða upp alla poka og annað eftir ruslatínslu bæjarbúa, hópa eða einstaklinga. Hægt er að nálgast poka í áhaldahúsinu við Lyngás 18 og þátttakendur eru hvattir til að flokka plast sérstaklega frá öðru rusli í glæran plastpoka.

Athugið: Vegna samkomubanns þarf að fylgja gildandi reglum um fjölda í hóp og fjarlægð á milli þátttakenda í hreinsunarátakinu.

Vorhreinsun lóða 11.-22. maí

Garðbæingar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki dagana 11-22. maí. Starfsmenn bæjarins og verktakar verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

Temdu þér umhverfisvænan lífstíl með því að setja garðaúrgang í safnhaug í stað plastpoka. Allt sem til fellur í garðinum yfir sumarið ætti að fara til moltugerðar.

Hreinsun á garðúrgangi:

11-13. maí Flatir, Ásgarður, Fitjar, Hólar, Ásar, Grundir, Sjáland, Arnarnes, Akrar, Vífilsstaðir, Urriðaholt
14.-18. maí Tún, Mýrar, Garðatorg, Móar, Byggðir, Lundir, Búðir, Bæjagil, Hæðahverfi, Hnoðraholt
19.-22. maí Álftanes, Garðahverfi, Prýði, Hleinar og v. Álftanesveg

 

Tökum öll þátt í að halda bænum okkar snyrtilegum!