Innritun í leikskóla Garðabæjar fer fram 2. og 3. apríl
Innritun í leikskóla Garðabæjar fyrir haustið fer fram 2. og 3. apríl. Við minnum foreldra á að yfirfara umsóknir og uppfæra eftir þörfum fyrir 2. apríl.
-
Við minnum foreldra á að yfirfara umsóknir og uppfæra eftir þörfum fyrir 2. apríl. Á meðan unnið er að innritun verður ekki hægt að breyta innsendum umsóknum. Vala leikskólakerfi heldur utan um flest sem viðkemur umsókn og leikskóladvöl barnsins.
Innritun í leikskóla Garðabæjar fyrir haustið 2025 fer fram 2. og 3. apríl. Verið er að úthluta þeim plássum sem losna þegar heill árgangur barna hefur grunnskólagöngu. Við minnum foreldra á að yfirfara umsóknir og uppfæra eftir þörfum fyrir 2. apríl. Á meðan unnið er að innritun verður ekki hægt að breyta innsendum umsóknum. Athugið að umsóknir sem berast eftir 1. apríl virkjast 30. apríl, þegar búið er að yfirfara fyrirliggjandi umsóknir sem bárust 1. apríl eða fyrr.
Vala leikskólakerfi heldur utan um flest sem viðkemur umsókn og leikskóladvöl barnsins. Hér má finna leiðbeiningar fyrir Völu leikskólakerfi.
Við innritun í leikskóla er tekið mið af kennitölu barna, þau elstu fá úthlutað fyrst. Í Garðabæ fer fram innritun í laus leikskólapláss allt árið þó að flest börn komist í aðlögun í leikskóla við upphaf skólaársins í ágúst. Þegar pláss losnar er það boðið til barns á biðlista í samræmi við innritunarreglur.
Praktískar upplýsingar fyrir fjölskyldur:
- Upplýsingar um innritun eru veittar í gegnum netfangið: innritun@gardabaer.is
- Vala leikskólakerfi heldur utan um flest sem viðkemur umsókn og leikskóladvöl barnsins.
- Foreldrum er sent bréf þegar barn fær leikskóladvöl. Foreldrar hafa 5 virka daga í umhugsunarfrest, eftir það er barnið tekið af biðlista.
- Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Garðabæ og sé búsett í bænum. Sjá nánar hér: Innritunarreglur
- Biðlistagreiðslur: Ef barn sem er orðið 12 mánaða og eldri er ekki byrjað í leikskóla en búið að fá úthlutað plássi er hægt að sækja um greiðslur þar til barnið byrjar í aðlögun á leikskólanum. Sjá nánar hér: Biðlistagreiðslur
Störf í leikskólum Garðabæjar
Garðabær vill laða til sín hæft og faglegt starfsfólk. Leikskólakennarar sem hafa áhuga á að kynna sér leikskólastarfið í Garðabæ er bent á síðuna www.starfabaer.is, en fjölmörg fríðindi eru í boði auk þess sem stytting vinnuvikunnar er að fullu komin til framkvæmda.
Í leikskólum Garðabæjar starfar samhentur hópur ólíkra einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn. Starfið fer allt fram í öflugri og líflegri teymisvinnu. Við kappkostum að skapa vinnustað þar sem allar hugmyndir fá að njóta sín og starfsfólk getur haft raunveruleg áhrif. Þannig gefum við fólkinu okkar tækifæri til að nýta krafta sína til að vaxa í starfi, hvar sem styrkleikarnir liggja.