Jólastemning á Álftanesi
Jólamarkaðurinn í Hlöðunni á Álftanesi verður haldinn um helgina.
Jólamarkaðurinn í Hlöðunni á Álftanesi hefur fest sig í sessi og verður haldinn nú um helgina og næstu helgi, það er fjórða árið í röð.
Á jólamarkaðnum er hægt að versla fallegt handverk, jólaskraut, kransa og vörur beint frá býli.
Þá verður boðið upp á jólatónlist, kaffi og kakó og nýbakað bakkelsi. Svo er hægt að skella sér á skauta á tjörninni, ef veður leyfir.
Jólamarkaðurinn í Hlöðunni er opinn sem hér segir:
- 22-23 nóv. frá kl. 13-18
- 29-30 nóv. frá kl.13-18
Hér má sjá viðburðinn á Facebook.

