13. júl. 2017

Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2017

Eigendur sex einbýlishúsalóða og einnar fjölbýlishúsalóðar fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2017, við athöfn í samkomuhúsinu á Garðaholti fimmtudaginn 20. júlí.
  • Séð yfir Garðabæ

Eigendur sex einbýlishúsalóða  og einnar fjölbýlishúsalóðar fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2017, við athöfn í samkomuhúsinu á Garðaholti fimmtudaginn 20. júlí. Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækis og stofnana fékk fyrirtækið Marel.
Garðafélagið fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt opið svæði og umhverfi. Mosprýði var útnefnd snyrtilegasta gatan í Garðabæ. 

Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar afhentu eigendum lóðanna viðurkenningar. 

Einbýlishúsalóðirnar sem veittar voru viðurkenningar fyrir eru:

  • Birkihæð 9
  • Eskiholt 16
  • Gígjulundur 4
  • Hörgslundur 7
  • Kjarrás 5
  • Norður Eyvindarstaðir

Lýsingarnar sem hér fylgja eru úr umsögn umhverfisnefndar. Fleiri myndir eru á facebooksíðu Garðabæjar

Birkihæð 9 (byggingarár 1993)

Birkihæð 6

 

 

 

 

Birkihæð 9 vakti athygli umhverfisnefndar fyrir flotta hönnun. Í aðkomu að húsi eru þrír nokkuð stórir krónukipptir garðahlynir og svo sígrænir runnar í kerjum og sumarblóm. Tvö stór ker með maríustakk sýnileg frá götu. Í baklóð eru tré, runnar og fjölæringar og glæsileg hönnun á sólpalli með stól og sumarblóma keri sem liggur að lyngrós. Lóðin er öll vel skipulögð og snyrtileg.

Eskiholt 16 (Byggingarár 1981)

 Eskiholt 16

 

 

 

 

 

Í Eskiholti 16 í Hnoðraholti er aðkoman hin glæsilegasta, stölluð, vel hönnuð og vel við haldin lóð með mikið af blómstrandi runnum og fjölæringum. Sérstaka athygli vakti eldliljan og sýrenurnar sem voru í blómgun sem og grjóthleðslan úr tilhöggnu grágrýti. Lóðin er fallega stölluð og grasflatir í góðu viðhaldi.

Gígjulundur 4 (Byggingarár 1973)

Gígjulundur 4

 

 

 

 

Í garðinum um Gígjulund 4 er mikið af fjölbreyttum trjá- og runnagróðri, ásamt fjölæringum. Garðurinn er í góðri umhirðu og hefur auðsjáanlega verið endurnýjaður í gegnum árin. Faglega hefur verið unnið að gróðursetningum og sérstaka athygli vekur hversu allt er snyrtilegt, upphækkuð og hrein trjábeð. Grasflatir í góðri umhirðu.

Hörgslundur 7 (Byggingarár 1968)

Hörgslundur 7

 

 

 

 

Lóðin við Hörgslund 7 er snyrtileg og vel við haldið með fjölbreyttum gróðri. Sérstaka athygli vakti hallandi beð með fjölbreyttum tegundum af steinbrjótum og fleiri fjölæringum svo og margar stórar bóndarósir í blóma. Grasflöt snyrtileg, falleg lóð í góðu viðhaldi.

Kjarrás 5 (Byggingarár 2000)

Kjarrás 5

 

 

 

 

Lóðin Kjarrás 5 í Ásahverfi er vel hönnuð og vel viðhaldið, mikið af sígrænum gróðri, blómstrandi runnum og fjölæringum. Glæsilegar stéttar, timburpallar og holtagrjóts hleðslur. Trjábeð og grasflatir eru til fyrirmyndar. Eigendur hafa augljóslega mikinn metnað fyrir að hafa garðinn sem fallegastan

Norður Eyvindarstaðir (Byggingarár 1942)

Norður-Eyvindarstaðir

 

 

 

 

Norður Eyvindarstaðir eru í enda Austurtúns á Álftanesi . Aðkoman er mjög aðlaðandi með blómstrandi runnum, sígrænum gróðri í kerjum og grasflatir vel hirtar. Í garðinum vekur athygli mikil ræktun matjurta í gróðurhúsum og munir bæði frá landbúnaði og sjósókn frá fyrri tíð.

Lýsingarnar sem hér fylgja eru úr umsögn umhverfisnefndar. Fleiri myndir verða á facebooksíðu Garðabæjar.

Lóð fjölbýlishúsa:

Nýhöfn 2-6 (Byggingarár 2014)

Nýhöfn 2-6

 

 

 

 

Lóðin við Nýhöfn 2-6 Sjálandi er til fyrirmyndar. Öll trjábeð með góðu yfirborðsefni og algerlega hrein og plöntum skynsamlega raðað niður. Grasfletir eru í augljóslega slegnir reglulega.  

Lóð fyrirtækja:

Marel við Austurhraun 9 (Byggingarár 2001+)

Marel

 

 

 

 

Marel hefur alla tíð haldið lóð sinni snyrtilegri og sérstaka eftirtekt umhverfisnefndar fékk fjöldi hleðslustöða rafbíla fyrir gesti og starfsmenn. Forsvarsmenn Marel fá viðurkenningu og þakkir frá Garðabæ fyrir þeirra framtak fyrir góðri ásýnd bæjarins árið 2017 fyrir snyrtilegt umhverfi.  

Viðurkenning fyrir snyrtilegt opið svæði:

Garðafélagið fyrir hleðslugarð og listaverkið „Allt til eilífðar“

Garðafélagið hleðslugarður

 

 

 

 

 

Vandaður grjóthleðslugarður og listaverk sem er Garðakirkju og sveitafélaginu til sóma. Listamennirnir Kristinn E. Hrafnsson og Steve Christer hönnuðu listaverkið sem var tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2015. Hleðslan er áþreifanleg tenging nútímafólks við uppruna sinn, þar sem grjót var eitt aðal byggingarefnið til forna. 

Snyrtilegasta gatan er:

Mosprýði

Mosprýði

 

 

 

 

Mosprýði er enda botnlangi frá Gálgahraunsvegi í Prýðahverfi. Garðarnir og götumyndin er sérstaklega snyrtileg og stílhrein. Íbúarnir eru auðsjáanlega samstilltir við að halda lóðum sínum snyrtilegum og í samræmi við nærumhverfið.  Byggingartími við Mosprýði var 2007-2016.