29. jún. 2017

Umhverfisstefna Garðabæjar á vefnum

Umhverfisnefnd Garðabæjar hefur haft umhverfisstefnu Garðabæjar í endurskoðun undanfarin misseri. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti endurskoðun umhverfisstefnu Garðabæjar fyrr í vor og nú er stefnan komin út á rafrænt form og aðgengileg hér á vef Garðabæjar.

  • Haustlitamynd úr Heiðmörk
    Haustlitamynd úr Heiðmörk, einni af náttúruperlum Garðabæjar

Umhverfisnefnd Garðabæjar hefur haft umhverfisstefnu Garðabæjar í endurskoðun undanfarin misseri. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti endurskoðun umhverfisstefnu Garðabæjar fyrr í vor og nú er stefnan komin út á rafrænt form og aðgengileg hér á vef Garðabæjar. 

Umhverfisstefna Garðabæjar (pdf-skjal 4 mb)

Við vinnslu verkefnisins var leitað til ýmissa fagaðila sem eru þakkaðar góðar og gagnlegar ábendingar.
Yfirmarkmiðin eru að vitund og þekking á umhverfi og umhverfismálum sveitarfélagsins sé eins og best verður á kosið og náttúran sé lifandi hluti af daglegu lífi og lífsgæðum íbúa Garðabæjar.

Ástæða endurskoðunar er margþætt: 
• Sameiginleg umhverfisstefna eftir sameiningu tveggja sveitarfélaga árið 2013, sem höfðu gildandi umhverfisstefnur frá 2001 og 2004.
• Að endurskoðun aðalskipulags Garðabæjar 2017-2030 var í vinnslu og ný og endurskoðuð stefna fylgi nýju aðalskipulagi.
• Að fjölmargir þættir umhverfis og samfélags hafa breyst frá áður gildandi stefnum, má nefna auknar kröfur íbúa (eða vitundarvakningu íbúa) og ekki síst aukin þekking á umhverfismálum.

Samantekt yfir líffræðilega fjölbreytni

Umhverfisstefnunni fylgir samantekt yfir líffræðilega fjölbreytni í Garðabæ. Í fyrri stefnu Garðabæjar voru tíunduð í viðauka verndarsvæði. Nú er bent á að líffræðileg fjölbreytni er mikil í landi Garðabæjar sem mikilvægt er að vernda og varðveita. Í lok stefnunnar eru einnig taldar upp landgerðir í bæjarlandinu en í Garðabæ er að finna flest allar landgerðir utan fossa og jökla. Við hverja landgerð er bent á svæði sem teljast til þeirrar landgerðar s.s. mólendi er á Bessastaðanesi og á holtunum ofan byggðar.

Garðabær er ríkur af t.d. fjörum, leirum og grunnsævi, votlendi, mýrum, tjörnum og lækjum, einnig er hér eldstöð, hraun, klettar og hrauntraðir og svo mætti lengi telja. 

Mikilvægast er að íbúar nýti sér umhverfisstefnuna og viðauka hennar sér til upplýsingar og fróðleiks, en ekki síst til að veita umhverfisnefnd Garðabæjar og bæjaryfirvöldum aðhald í umhverfis- og náttúruverndarmálum.