25. júl. 2013

Viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir

Eigendur sjö einbýlishúslóða og einnar fjölbýlishúsalóðar fengu í gær afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2013. Bæjargil 92-126 var valin snyrtilegasta gatan og viðurkenningar fyrir lóð fyrirtækis eða stofnunar fengu Olís við Hafnarfjarðarveg og Flataskóli.
  • Séð yfir Garðabæ

Eigendur sjö einbýlishúslóða og einnar fjölbýlishúsalóðar fengu í gær afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2013. Bæjargil 92-126 var valin snyrtilegasta gatan og viðurkenningar fyrir lóð fyrirtækis eða stofnunar fengu Olís við Hafnarfjarðarveg og Flataskóli.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar afhentu viðurkenningarnar í gær á Garðatorgi.   

Einbýlishúsalóðirnar sem fengu viðurkenningu í ár eru:

  • Aratún 11
  • Bakkaflöt 1
  • Gerðakot 3
  • Markarflöt 15
  • Smáratún 6
  • Túngata 23
  • Vesturtún 37

Fjölbýlishúsalóðin sem fékk viðurkenningu er:

  • Langamýri 57

Lýsingarnar hér á eftir eru úr umsögn umhverfisnefndar um lóðirnar. Fleiri myndir af lóðunum og frá afhendingu viðurkenninganna eru á facebook síðu Garðabæjar: http://www.facebook.com/Gardabaer.Iceland

Myndir af lóðunum.

Myndir frá athöfninni á Garðatorgi

Lóðir íbúðarhúsnæðis:

Aratún 11

Aratún 11

 

 

 

 

 

 

 

 

Lóðin er nýlega endurgerð (byggingarár 1967). Lág timburskjólgirðing með lýsingu að götu einkennir garðinn nú. Gróðri hefur verið komið fyrir við girðinguna bæði garðmegin og götumegin. Garðagróðurinn hefur auðsjáanlega verið endurnýjaður að hluta. Þarna er mikil snyrtimennska og skemmtileg útsjónarsemi.

Bakkaflöt 1

Bakkaflöt 1

 

 

 

 

 

 

 

 

Frumbýlingar búa á Bakkaflöt 1 (byggingarár 1965). Þau hafa haldið við mjög sérstakri lóð. Lóðin er opin á tvær hliðar að Hagaflöt og Bakkaflöt með ræktarlegu grasi upp á miðja veggi hússin, enda hannað svo frá upphafi. Á mót morgunsól á austurhluta lóðarinnar er fallegur dvalarstaður sem er prýddur blómgróðri og gróskumiklum burknum sem hafa notið sín í vætunni. Hjónin fengu áður viðurkenningu umhverfisnefndar fyrir lóðina árið 1999.

Gerðakot 3

Gerðakot 3

 

 

 

 

 

 

 

 

Lóðin að Gerðakoti 3 er umvafin trjágróðri, svo sér varla í íbúðarhúsið. Í garðinum hefur verið komið fyrir lítilli fiskatjörn. Fjölbreyttur trjá- og blómgróður prýða garðinn. Á baklóð er myndarlegur matjurtagarður með safnhaugakassa sem nefndarmenn eru alltaf ánægðir að sjá. (Byggingarár 1981).

Langamýri 57 (fjölbýli)

Langamýri 57

 

 

 

 

 

 

 

 

Garðurinn umhverfis fjölbýlishúsið að Löngumýri 57 hefur frá upphafi verið fallegur og gróskumikill. Trjáa- og runnagróður umliggur bílaplanið að norðanverðu og á austurlóð umhverfis aðkeyrslu í bílageymslu undir húsinu. Lóðinni hefur verið vel viðhaldið gegnum árin, byggingarár 1990.

Markarflöt 15

Markarflöt 15

 

 

 

 

 

 

 

 

Eigendur Markarflatar 15 eru frumbýlingar (byggingarár 1967). Frá upphafi hafa þau byggt upp skrúðgarð á lóðinni, sem þróast hefur með árunum og betra skjóli. Þau hafa gefið bænum trjágróður á opin svæði til að geta komið fyrir nýjum áskorunum í safnið sitt, er telur um 600-700 tegundir sem þau þekkja með nöfnum íslenskum og latneskum. Garðurinn er engum líkur á ekki stærri lóð. Gróðrinum er haldið í skefjum með klippingum, svo allar plöntur fái notið sín, enda prýða garðinn fjöldi trjáa, runna og blóma. Gróðurhús er á baklóð fyrir uppeldi ýmissa blóma og trjáa, því þau rækta fjölskyldureit uppi í Smalaholti. Berjauppskeru fá þau af hindberjum, stikkilsberjum og jarðarberjum. Gróðurskálar eru bæði sunnan við húsið og norðan megin því anddyrið er einnig gróðurskáli. Þó mest sé að sjá innan garðsins, þá er götumyndin líka smekkleg. Þau hafa fengið viðurkenningu umhverfisnefndar áður árin 1988 og 2001. Þess má geta að 1988 var fyrsta árið sem snyrtilegar lóðir fengu viðurkenningu.

Smáratún 6

Smáratún 6

 

 

 

 

 

 

 

 

Nefndin skoðaði garðinn að Smáratúni 6, þar vakti athygli fallega hlaðinn grjótgarður meðfram götu. Garðurinn er skemmtilegur, í honum hefur verið komið fyrir ýmsum munum frá fyrri tíð s.s. mjólkurbrúsum, hestasláttuvél o.fl. Steinasafni er þar komið fyrir á sérstakan hátt. Grænmetisgarður er á baklóð. Garðurinn er auðsjáanlega íverustaður fjölskyldunar. (Byggingarár 1985). 

Túngata 23

Túngata 23

 

 

 

 

 

 

 

 

Garðinn að Túngötu 23 hafa frumbýlingar ræktað frá fyrstu tíð. Snytrileg framlóð með vel kantskornum beðum og vel hirtar grasflatir. Fjölær blóm prýða garðinn sem sjást óvíða í görðum í dag. Á baklóð vekur athygli mikil ræktun matjurta s.s. kartaflna, gulróta, káltegunda og jarðarberja. Einnig er þar gróðurhús vegna ræktunarinnar. Þar eru að sjálfsögðu safnhaugakassar.  (Byggingarár 1973).

Vesturtún 37

Vesturtún 37

 

 

 

 

 

 

 

 

Garðurinn að Vesturtúni 37 er ævintýralegur því þar á hugmyndaflug eigenda sér engin takmörk eins og sést m.a. á skemmtilegum smíðalausnir um allan garð. Á framlóð er glæsilegt steinhæðarbeð með fjölda blómstrandi tegunda. Fjölbreyttur trjágróður prýðir garðinn t.d. blómstrandi gullregn. Á baklóð er hver fermetri nýttur til tómstunda og ræktunar ávaxtatrjáa, matjurta og jarðaberja í vermireitum. Einstakt saunabaðhús er á baklóð þakið gróðurhillum á hliðum þar sem  jarðaber og sætar ertur vaxa. Einkenni þessarar lóðar eru líka gamlir bobbingar og aðrir munir frá sjósókn. (Byggingarár 1997).

Viðurkenningu fyrir lóð fyrirtækis eða stofnunar hljóta í ár:

Olís við Hafnarfjarðarveg

Lóð Olís við Hafnarfjarðarveg

 

 

 

 

 

 

 

 

Forsvarsmenn Olíufélags Íslands fá viðurkenningu fyrir sérstaklega vel hirta lóð þjónustufyrirtækis við Hafnarfjarðarveg. Lóðinni hefur frá fyrstu tíð verið haldið snyrtilegri, með smekklegum klippingum á runnagróðri. Fyrirtækið á þakkir skyldar fyrir góða ásýnd á áberandi götuhorni í bænum.

Flataskóli

Lóð Flataskóla

 

 

 

 

 

 

 

 

Nemendum og starfsfólki Flataskóla er þökkuð snyrtileg lóð skólans. Þau hafa einnig verið þátttakendur í vorhreinsum í nærumhverfinu sem er verkefni sem umhverfisnefnd stendur fyrir á vorin. Þá er tínt rusl í umhverfi Hraunsholtslækjar, skólalóðin sópuð og  gróðurbeðin hreinsuð en þau eru mörg á skólalóðinni. Lóð skólans er víðfeðm og græn yfir að líta, með grasbrekkum, trjágróðri og leiksvæðum. Skólalóðin hefur byggst upp í áföngum með þróun og stækkun skólans.

Viðurkenning fyrir snyrtilega götu og opið svæði

Bæjargil 92-126

Bæjargil 92-126

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir snyrtilegustu götuna í Garðabæ 2013, hljóta íbúar í Bæjargili 92 - 126 viðurkenningu með skilti sem sett verður upp í götunni. Götumyndin í botnlanganum í Bæjargili er sérstaklega snyrtileg.

Sjá facebook síðu Garðabæjar:

https://www.facebook.com/Gardabaer.Iceland