22. okt. 2012

Menningarminjar varðveittar

Þegar vegstæði fyrir nýjan Álftanesveg var valið var sérstaklega horft til þess að varðveita náttúru- og menningarminjar sem finna má í hrauninu. M.a. voru mótíf Kjarvals kortlögð
  • Séð yfir Garðabæ

Þegar vegstæði fyrir nýjan Álftanesveg var valið var sérstaklega horft til þess að varðveita náttúru- og menningarminjar sem finna má í hrauninu. M.a. voru mótíf Kjarvals kortlögð eins og unnt var og hafði sú vinna áhrif á val vegstæðisins. Einnig var leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu.

Náttúruvernd

Umhverfisvernd og góð tengsl byggðar og náttúru eru eitt af helstu áherslumálum bæjaryfirvalda í Garðabæ. Það sést best á því að Garðabær hefur tekið afgerandi forystu á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar friðlýsingar náttúrusvæða. Bærinn hefur þegar látið friðlýsa Gálgahraun, Skerjafjörð og Vífilsstaðavatn samkvæmt náttúruverndarlögum, alls um 300 ha. Einnig eru upp áætlanir um friðlýsingar Búrfells, Búrfellsgjár, Vífilsstaðahrauns og Garðahrauns sem eru langt umfram áætlanir ríkisins á náttúruverndaráætlun. Þetta landssvæði er alls um 450 hektarar.

Menningarminjar

Við matið á umhverfisáhrifum Álftanesvegar var unnin fornleifakönnun af Orra Vésteinssyni fornleifafræðingi þar sem m.a. voru skoðaðar fornar leiðir og aðrar minjar sem reynt var að vernda eins og kostur er. Auk þess voru mótíf Kjarvals kortlögð eftir því sem unnt var og hafði það áhrif á val vegstæðis auk þess sem leitast var við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Um Garðahraun lágu hins vegar alla tíð fjölfarnar leiðir sem Álftanesvegur mun óhjákvæmilega þvera á nokkrum stöðum. Aðalatriðið er að hér hefur verið vandað til verka, staðið hefur verið lögformlega að öllu og unnið fyrir opnum tjöldum. Niðurstaða umhverfismats var að 3 af 4 leiðum sem stillt var upp, væru ásættanlegar.

Markmið veglagningarinnar

Að lokum er rétt að ítreka að markmið framkvæmdarinnar eru að bæta vegsamband við Álftanes þar sem nú er 2500 manna byggð og ekki síst að auka umferðaröryggi.

Myndin hér fyrir neðan er úr umhverfismatsskýrslu Álftanesvegar 2002, bls 52.

Hér má sjá hvernig þekkt Kjarvalsmótíf hafa verið staðsett (rauðir punktar) sem og sérstæðar hraunmyndanir (grænir punktar). Það er leið D sem hefur orðið fyrir valinu en leiðum B og C sem eru blálitaðar á myndinni var hafnað.

 null