12. ágú. 2016

Fjölmenn og fróðleg söguganga um Flatir

Græna graseyjubyltingin hófst í Flatahverfi á sjöunda áratugnum eftir því sem fram kom í máli Ólafs G. Einarssona í fjölmennri sögugöngu um Flatahverfið í gær.
  • Séð yfir Garðabæ

Græna graseyjubyltingin hófst í Flatahverfi á sjöunda áratugnum eftir því sem fram kom í máli Ólafs G. Einarssonar, fyrrverandi sveitarstjóra Garðahrepps í fjölmennri sögugöngu um Flatahverfið í gær. Ólafur var leiðsögumaður göngunnar og sagði m.a. frá því að þar hafi fyrst verið gerðar grænar graseyjar sem lagnir voru lagðar undir og svo bílastæði við götu. Uppbygging á Arnarnesi með því sama skipulagi hófst um svipað leyti og hafa grænu graseyjurnar einkennt Garðabæ síðan.

Mikill fjöldi íbúa tóku þátt í sögugöngunni, um 115 manns að mati þátttakanda og mátti þar sjá núverandi og brottfluttra íbúa og fólk sem ólst upp í hverfinu. Gangan hófst við Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi þar sem Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar bauð þátttakendur velkomna. Í göngunni ræddi Ólafur um upphaf byggðar á Flötunum en sumarið 1961 var úthlutað um eitt hundrað lóðum á Neðri Flötum sem byggðust fyrst. Á meðal nýjunga í hverfinu var að þar var lagt tvöfalt lagnakerfi sem þýðir að drenlagnir af þökum, plönum og götum fór út í lækinn og fráveita þ.e. skolpið fór til sjávar.

Sögugöngur eru samstarf umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar og Bókasafns Garðabæjar, þarf sem gangan hófst og lauk með léttu kaffispjalli.

Fleiri myndir úr göngunni eru á facebook síðu Garðabæjar.