9. júl. 2020

Sumarfjör á Garðatorgi - ljúfir tónar og pappakassaföndur fimmtudaginn 9. júlí

Fimmtudaginn 9. júlí klukkan 16-19 verða pappakassabúningar hannaðir og tónlistin ómar á Garðatorgi.  Viðburðurinn liður í Sumarfjöri á Garðatorgi sem verður á fimmtudögum í júlí og ágústbyrjun

Fimmtudaginn 9. júlí klukkan verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna á Garðatorgi. Kl. 16 verða gerðir pappakassabúningar með Rakel Andrésdóttur myndlistarkonu, við Hönnunarsafnið. 

Frá 17:30-18 flytur Aníta Rós söngkona og lagahöfundur lög á grasflötinni á torginu og kl. 18 munu þau Margrét Arnar og Birkir Blær leika fyrir gesti á Garðatorgi. Saman mynda þau þrælskemmtilegan harmonikku og saxófón dúett. Þau leika lifandi og létta tóna úr fjölmörgum áttum. Heildardagskrá Sumarfjörs má finna hér.

Harmonikka-sumarfjor