31. okt. 2023

100 unglingar ræddu málefni Garðabæjar

„Hvernig get ég haft áhrif- hvernig getum við haft áhrif saman“ 

100 unglingar frá öllum unglingastigum bæjarins sóttu ungmennaþing Garðabæjar sem haldið var í Ásgarði.
Ungmennaþingið er skipulagt af ungmennaráði Garðabæjar í samráði við Gunna Rikk, verkefnastjóra tómstunda- og tæknimála hjá Garðabæ.

 
Þingið var afar vel sótt en þátttakendur valdir voru af handahófi.

 IMG_9063
Valgerður Eyja, formaður ungmennaráðs Garðabæjar setti þingið og flutti ávarp, í kjölfarið kom Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og flutti stutta ræðu. Síðan hófust umræður á borðum.
Mikil umræða skapaðist á borðum um málefni þingsins en málefnin voru skólamál, samgöngur í Garðabæ og framboð tómstunda fyrir ungmenni í Garðabæ.

 
Það er óhætt að segja að þingið hafi gengið vel þar sem málefnalegar umræður áttu sér stað á borðum.
Ungmennaráðið mun síðan vinna úr gögnum sem safnað var saman á þinginu og kynna niðurstöður fyrir viðeigandi nefndum Garðabæjar, þar sem það er mikilvægt að raddir ungmenna heyrist.