14. jún. 2019

17. júní í Garðabæ

Dagskráin fyrir 17. júní í Garðabæ er spennandi líkt og síðustu ár. Frítt verður í sund fyrir Garðbæinga í Álftaneslaug og þá verður ókeypis veiði fyrir alla Garðbæinga við suðurbakka Vífilsstaðavatns og á bryggju. 

  • 17. júní 2018
    Glæsileg dagskrá verður í Garðabæ á 17. júní

Dagskráin fyrir 17. júní í Garðabæ er spennandi líkt og síðustu ár. Frítt verður í sund fyrir Garðbæinga í Álftaneslaug og þá verður ókeypis veiði fyrir alla Garðbæinga við suðurbakka Vífilsstaðavatns og á bryggju. Hönnunarsafn Íslands á Garðatorgi er opið frá 12-17 og Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi frá 13-17.

17. júnímót Golfklúbbs Álftaness verður á sínum stað á golfvellinum við Haukshús kl. 10. Keppt verður í flokki 15 ára og eldri og 14 ára og yngri. Skráning í mótið fer fram á staðnum og hefst klukkan 9:30.

Hátíðardagskrá á Álftanesi

Á Álftanesi hefst hátíðardagskráin með helgistund í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar, Brekkuskógum 1, kl. 10. Skrúðganga leggur af stað kl. 10:15 en gengið verður frá Brekkuskógum að hátíðarsvæði við Álftaneslaug. Fánaborg í umsjón Skátafélagsins Svana og Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar spilar.

Á hátíðarsviði á Álftanesi kl. 10:35 – 11:20 mun formaður íþrótta- og tómstundaráðs setja þjóðhátíðardaginn. Fjallkonan verður með ávarp, Karma Brigade mætir á svæðið ásamt Skoppu og Skrítlu.

Á hátíðarsvæði á Álftanesi kl. 10:35 - 11:40 verða svo hoppukastalar, kandíflos og sölutjöld.

Hátíðardagskrá á Garðatorgi

Í Vídalínskirkju kl. 13:15 verður hátíðarstund þar sem nýstúdent Guðrún Kristín Kristinsdóttir flytur ávarp.

Skrúðganga leggur af stað kl. 14:00. Gengið frá Vídalínskirkju, eftir Hofsstaðabraut, Karlabraut og Vífilsstaðavegi að hátíðarsvæði við Garðatorg. Fánaborg í umsjón Skátafélagsins Vífils og Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar spilar.

Á hátíðarsviði á Garðatorgi kl. 14:30- 16:00 verður ávarp forseta bæjarstjórnar og fjallkonan verður með ávarp. Karma Brigade mætir á svæðið ásamt Sirkus Íslands, Herra Hnetusmjör og Skoppu og Skrítlu.

Á hátíðarsvæði á Garðatorgi kl. 15:00 - 16:30 verða hoppukastalar, stultur og leikföng, sölutjöld og kandíflos.

Árlegt kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar verður í Sveinatungu, nýrri fjölnota aðstöðu, á Garðatorgi 7 frá kl. 14-16:30.

Hátíðartónleikar verða í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 20:00 þar sem Salon Islandus-kvartettinn og Hanna Dóra Sturludóttir mezzosópran flytja vinsæl Vínarlög, aríur, dúetta, valsa og aðra létta tónlist.

Aðgangur er ókeypis í boði Garðabæjar og allir hjartanlega velkomnir.

ATH! Börn eru á ábyrgð foreldra í allri dagskrá

Dagskráin í pdf-skjali