Ábending um bæjarlistamann Garðabæjar 2022
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar óskar eftir ábendingum fólks eða félagasamtaka um hugsanlegan bæjarlistamann Garðabæjar 2022.
-
Á myndinni eru frá hægri: Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors ásamt börnum sínum Degi, Birni, Stefáni og Bryndísi, Björg Fenger forseti bæjarstjórnar, Bjarndís Lárusdóttir meðlimur í menningar- og safnanefnd, Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi, Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Hannes Ingi Geirsson meðlimir menningar- og safnanefndar.
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar óskar eftir ábendingum fólks eða félagasamtaka um hugsanlegan bæjarlistamann Garðabæjar 2022. Í fyrra voru það leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors sem útnefnd voru bæjarlistamenn. Ábendingar skulu gjarnan vera rökstuddar og berist menningarfulltrúa Garðabæjar fyrir 19. mars n.k. á netfangið olof@gardabaer.is
Útnefning bæjarlistamanns fer fram við hátíðlega athöfn í vor eins og venja er. Þá er jafnframt listamanni í Garðabæ veitt heiðursviðurkenning fyrir ómetanlegt starf í þágu menningar og ungmennum veittur styrkur við sama tilefni.