11. okt. 2019

Ábendingar íbúa um fjárhagsáætlun

Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2020-2023.

Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2020-2023. Allar ábendingar verða teknar til skoðunar á milli umræðna í bæjarstjórn.  Ábendingarnar geta t.d. snúið að tillögum til hagræðingar í starfsemi Garðabæjar, nýjum verkefnum sem bærinn ætti að sinna eða verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi bæjarins.  

Íbúar geta nú sent inn ábendingarnar á sérstakri samráðsgátt sem hefur verið sett upp vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar.  Þar er hægt að velja mismunandi flokka og setja inn ábendingar varðandi þann málaflokk, einnig er hægt að færa rök og setja inn athugasemdir við tillögur sem búið er að setja inn.  Hægt er að senda inn ábendingar til 6. nóvember 2019.

ÁBENDINGAR ÍBÚA UM FJÁRHAGSÁÆTLUN - SAMRÁÐSGÁTT - INNSKRÁNING

  • Við innskráningu má sjá ferninga fyrir sjö mismunandi yfirflokka, og má setja þar undir ábendingar og tillögur í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar Garðabæjar. Áttundi flokkurinn er merktur „Annað“ og þar má leggja fram tillögur sem ekki eiga heima undir yfirflokkunum sjö.
  • Einnig má ræða og færa rök fyrir og gegn ábendingum sem búið er að setja inn.

Þátttaka í samráðsgáttinni er valkvæð og vinnsla þeirra upplýsinga sem safnast byggir á samþykki þátttakenda sem gefið er við innskráningu.

Einnig er hægt að senda inn ábendingar um fjárhagsáætlun í gegnum skráningarform á vef Garðabæjar: Innsendingarform vegna ábendinga má finna hér.

Um fjárhagsáætlun Garðabæjar - vinnuferli

Fjárhagsáætlun Garðabæjar verður tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Garðabæjar fimmtudaginn 7. nóvember 2019. Gert er ráð fyrir að síðari umræða um fjárhagsáætlun fari fram á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn 5. desember 2019.

Forsendur fjárhagsáætlunar 2020

Vinnuferli fjárhagsáætlunar