16. okt. 2020

Ábendingavefur um varasama staði í gatnakerfi opinn til 18. október

Ábendingavefur þar sem íbúar geta sent inn ábendingar um varasama staði og hindranir í gatnakerfi, göngu- og hjólastígum Garðabæjar í tengslum við gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunar Garðabæjar er opinn til og með sunnudagsins 18. október nk.

  • Undirgöng undir Arnarneshæð
    Kynningarfundur um smíði ganga undir Arnarneshæð - þriðjudaginn 8. febrúar kl. 17 - bein útsending

Í lok september var haldinn íbúafundur á fjarfundaformi þar sem vinna við gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunar Garðabæjar var kynnt.   Á fundinum var einnig kynntur ábendingavefur sem var settur í loftið í haust þar sem íbúar geta sent inn ábendingar um varasama staði og hindranir í gatnakerfi, göngu- og hjólastígum Garðabæjar.  Ábendingarnar verða nýttar inn í vinnu við umferðaröryggisáætlunina og er opinn til og með sunnudagsins 18. október nk. 

Ábendingavefur um varhugaverða staði í gatnakerfi, göngu- og hjólastígum Garðabæjar

Markmið umferðaröryggisáætlunar

Markmið umferðaröryggisáætlunar er að vinna að bættu umferðaröryggi í bænum, fækka slysum og auka lífsgæði bæjarbúa sem og annarra sem ferðast um bæinn. Umferðaröryggi snýst að miklu leyti um hegðun íbúa í umferðinni en einnig um gatnakerfi, hraðatakmarkandi aðgerðir og ferðavenjur.

Hluti af vinnu umferðaröryggisáætlunar er að kortleggja gönguleiðir og ferðavenjur skólabarna en rafræn könnun á gönguleiðum skólabarna í Garðabæ var gerð haustið 2019. Þróun umferðarslysa er greind í sveitarfélaginu,

Á vef Samgöngustofu er hægt að lesa nánar um umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga.

Íbúafundur - fjarfundur - þriðjudaginn 29. september

Í tengslum við gerð umferðaröryggisáætlunar Garðabæjar var haldinn íbúafundur á fjarfundaformi þriðjudaginn 29. september sl. Hér fyrir neðan má sjá efni frá fundinum.