2. sep. 2020

Upplýsingar um aðgengilegar byggingar og þjónustu fyrir hreyfihamlaða í smáforritinu TravAble

Í sumar naut Garðabær aðstoðar öflugra sumarstarfsmanna í ýmsum verkefnum, meðal annars var aðgengi í bænum fyrir hreyfihamlaða skráð í smáforritið TravAble

Í sumar naut Garðabær aðstoðar öflugra sumarstarfsmanna í ýmsum verkefnum, meðal annars var aðgengi í Garðabæ fyrir hreyfihamlaða skráð í smáforritið TravAble.

Verkefnið var unnið í samstarfi við íslenska frumkvöðlafyrirtækið TravAble sem hefur búið til app eða smáforrit sem birtir grunnupplýsingar um aðgengilega þjónustu og staði fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Í forritið voru skráðar upplýsingar um allar stofnanir, íþróttamannvirki og aðrar opinberar byggingar í Garðabæ, sem og fyrirtæki í þjónustukjörnum Garðabæjar, á Garðatorgi, í Litlatúni, Kauptúni, Búðahverfi og í Molduhrauni. 

Smáforritið TravAble er ókeypis og er í boði bæði á App store og Google play fyrir snjalltæki eins og síma og spjaldtölvur. Í forritinu má t.d. sjá upplýsingar um fyrirtæki og stofnanir og hvort þar séu bílastæði fyrir hreyfihamlaða, hvort það séu rampar að inngangi, nægt pláss og hvort þar séu salerni sem henta hreyfihömluðum o.fl.  Einnig geta notendur forritsins sjálfir bætt inn upplýsingum og athugasemdir um staði og þjónustu sem geta gagnast öðrum. 

Samantekt úr skráningarvinnu sumarsins um aðgengi fyrir hreyfihamlaða að stofnunum og leiksvæðum í Garðabæ mun nýtast vel í áframhaldandi vinnu hjá sviðum bæjarins.