30. des. 2019

Aðgerðaáætlun gegn hávaða

Aðgerðaáætlun Garðabæjar gegn hávaða árin 2018-2023 var samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar 19. desember sl.

  • Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog
    Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

Aðgerðaáætlun Garðabæjar gegn hávaða árin 2018-2023 var samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar 19. desember sl. Aðgerðaáætlunin er unnin út frá niðurstöðum hávaðakortlagningar frá árinu 2017.

Aðgerðaáætlun Garðabæjar gegn hávaða 2018-2023

Áætlunin var kynnt fyrir almenningi á vef Garðabæjar og í þjónustuveri Garðabæjar síðari hluta sumars þar sem bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að gera skriflegar ábendingar eða athugasemdir við áætlunina á meðan á kynningunni stóð. Að loknum kynningartíma voru athugasemdir teknar til umfjöllunar og breytingar gerðar þar sem ástæða þótti til.

Tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC) var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Samkvæmt reglugerðinni skal kortleggja hávaða og útbúa aðgerðaáætlanir fyrir þéttbýlissvæði með yfir 100.000 íbúa og vegna hávaða frá vegum með ársdagsumferð yfir 8.000 ökutæki (3 milljónir ökutækja á ári).

Aðgerðaáætlun Garðabæjar þjónar því hlutverki fyrir Garðabæ og íbúa ásamt því að vera skilagagn til Umhverfisstofnunar og Evrópusambandsins.