27. nóv. 2020

Aðventuþáttur á netinu fyrir jólabörn á öllum aldri

Þar sem hefðbundin athöfn á Garðatorgi í upphafi aðventu getur ekki átt sér stað fer tendrun ljósa jólatrésins og fleira fjör fyrir alla fjölskylduna fram í netheimum. Aðventuþátturinn verður frumsýndur á fésbókarsíðu Garðabæjar laugardaginn 28. nóvember kl. 16. 

  • Frá upptöku aðventuþáttar
    Frá upptöku aðventuþáttar

Þar sem hefðbundin athöfn á Garðatorgi í upphafi aðventu getur ekki átt sér stað fer tendrun ljósa jólatrésins og fleira fjör fyrir alla fjölskylduna fram í netheimum. Ávarp bæjarstjóra og varaformanns bæjarstjórnar og jólasveinafjör, föndurstundir í Hönnunarsafni Íslands og Bókasafni Garðabæjar, Grýla og Leppalúði í Tónlistarskóla Garðabæjar og notaleg söngstund í Króki eru á dagskrá og öll fjölskyldan ætti að geta notið saman. 

Aðventuþátturinn verður frumsýndur á fésbókarsíðu Garðabæjar laugardaginn 28. nóvember kl. 16. 

Vegna Covid hefur ekki verið hægt að halda úti menningarstarfi með hefðbundnum hætti í vor og haust og menningin er því færð inn á heimili íbúa með rafrænum hætti þetta árið. Bæði með beinu streymi frá Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands og einnig með upptöku rafrænna menningarþátta á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar sem eru birtir á vimeorás sem heitir Menning í Garðabæ.

Útilistaverk, Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari, rithöfundaspjall

Rafrænir menningarþættir hafa verið teknir upp í haust og á undanförnum vikum hefur nýr þáttur verið birtur vikulega á vimeorásinni og einnig hefur þeim verið deilt á fésbókarsíðu Garðabæjar.

Í vikunni var birtur þáttur um útlistaverk þar sem farið er í leiðsögn með Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra og fræðst um fimm útlistaverk í Garðabæ. 

Útilistaverk í Garðabæ - leiðsögn

Bjarni Thor Kristinsson, óperusöngvari og bæjarlistamaður Garðabæjar 2020, syngur uppáhalds lögin sín.
Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari

 Rithöfundaspjall Bókasafns Garðabæjar í aðdraganda jóla - tekið upp í Sveinatungu. 

Rithöfundaspjall bókasafnsins