22. ágú. 2019

Aflagning hitaveitubrunna

Veitur eru þessa dagana að fara hefja framkvæmdir við að afleggja hættulega hitaveitubrunna í Garðabæ. 

  • Hitaveitubrunnur við Hofsstaðabraut
    Hitaveitubrunnur við Hofsstaðabraut

Veitur eru þessa dagana að fara hefja framkvæmdir við að afleggja hættulega hitaveitubrunna í Garðabæ.  Hitaveitubrunnarnir sem verða aflagðir eru staðsettir annars vegar við Hofsstaðabraut, sunnan við gatnamótin við Kirkjulund, og hins vegar við hringtorg norðan við Bæjargil.  Sjá einnig myndir með frétt.   

Byrjað verður á vinnu við Hofsstaðabraut eftir helgi, mánudaginn 26. ágúst, og svo verður haldið áfram við Bæjargil uþb tveimur vikum síðar. Áætlað er að þessum framkvæmdum ljúki fyrir miðjan september.  Svæðin verða vel merkt og afmörkuð þar sem gangandi og akandi umferð verður beint framhjá vinnusvæðunum á meðan á framkvæmdunum stendur.  Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hafa aðgát þegar farið er framhjá.  

Hringtorg við Bæjargil:

Hitaveitubrunnur við hringtorgið hjá Bæjargili