Afmæli Harry Potter á bókasafninu
Verið öll hjartanlega velkomin á Bókasafn Garðabæjar í tilefni afmælis galdrastráksins Harry Potter!
Komið í skikkjunum ykkar, skrifið bréf til Hogwarts skóla, bjargið húsálfunum með Dobby, fáið leiðsögn hjá Ollivander sprotagerðameistara og njótið afmæliskökunnar sem Hagrid bakaði.
Dagskrá:
- 10:00-12:00 Sprotagerð Ollivanders, 6 ára aldurstakmark - skráning er nauðsynleg með því að senda póst netfangið bokasafn@gardabaer.is með nafni, aldur barns og nafni og símanúmeri forráðamanns. 4 tímar í boði: 10, 10.30, 11 og 11:30.
- 10:00-17:00 Dobby sokkasmiðja
- 10:00-17:00 Harry Potter krossgáta
- 11:00-17:00 Taktu heimavistarprófið, hvar átt þú að vera?
- 12:00 Afmæliskaka í boði hússins á meðan birgðir endas
- 13:00-15:00 Uglupóstur: Harry Potter bréfasmiðja
Verið velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur