19. jan. 2024

Ágúst Þór nýr sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs

Þjónusta og þróun er nýtt svið og verða meginverkefni þess stjórnun umbóta á þjónustuferlum, stafrænar breytingar, samskiptamál, upplýsingatækni, rekstur þjónustuvers og gæðamál.

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar, fimmtudaginn 18. janúar var samþykkt tillaga bæjarstjóra um að ráða Ágúst Þór Guðmundsson í starf sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs. Þjónusta og þróun er nýtt svið og verða meginverkefni þess stjórnun umbóta á þjónustuferlum, stafrænar breytingar, samskiptamál, upplýsingatækni, rekstur þjónustuvers og gæðamál.

Ágúst Þór er með MBA frá Háskóla Íslands, M.Sc. í fjarskiptaverkfræði frá Danmarks Tekniske Universit og B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands.

Ágúst Þór hefur umfangsmikla stjórnunarreynslu á sviði upplýsingatækni en undanfarin sjö ár hefur hann gegnt stjórnunarstöðum hjá Advania. Undanfarin fjögur ár hefur hann gegnt stöðu deildarstjóra fjármála og vinnumarkaðar þar sem hann hefur tekið virkan þátt í stafrænni umbreytingu ríkisins og borið ábyrgð á verkefnastjórnun þvert á Advania og samstarfsaðila ásamt högun upplýsingatæknikerfa. Áður gegndi hann stöðu forstöðumanns ferla og innri upplýsingakerfa í tvö ár og bar einnig ábyrgð á tæknilega hlutanum í stafrænni vegferð Advania og tók að auki þátt í innleiðingum á nýjum stöðluðum þjónustuferlum og þjónustutólum. Þar áður gegndi hann stöðu deildarstjóra skýjalausna. Ágúst starfaði hjá símanum í 23 ár við hin ýmsu störf á sviði upplýsingatækni. Meðal annars sem deildarstjóri hugbúnaðarþróunar í sjö ár þar sem hann leiddi stærstu hugbúnaðardeild Símans. Áður gegndi hann m.a. stöðu hópstjóra samþættingarhóps og forritara hjá Símanum.