Akrein við Bæjarbraut lokað í klukkustund
Loka þarf akrein við Bæjarbraut á morgun, 24. október, í um klukkustund vegna framkvæmda.
Á morgun, 24. október, verður akrein við Bæjarbraut, frá Hæðarbraut í átt að hringtorgi við Arnarnesveg, lokuð í um klukkustund.
Lokunin stendur yfir frá klukkan 10:00 og er á meðan verið er að setja niður glitaugu við gangbrautir og þar með bæta umferðaröryggi gangandi vegfarenda.