22. jan. 2021

Álagning gjalda 2021

Reglur um álagningu gjalda 2021 má sjá hér á vef Garðabæjar. Þar eru upplýsingar um útsvar og fasteignagjöld. 

  • Íbúafundur um fjárhagsáætlun
    Þriðjudaginn 6. desember kl. 17:15 verður opinn kynningarfundur um fjárhagsáætlun. Íbúar eru velkomnir á fundinn í Sveinatungu á Garðatorgi 7 en einnig er fundurinn í beinni útsendingu hér á vef Garðabæjar.

Reglur um álagningu gjalda 2021 má sjá hér á vef Garðabæjar.   Þar eru upplýsingar um útsvar og fasteignagjöld. 

Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi skv. viðmiðunarfjárhæðum sem bæjarráð hefur samþykkt og sjá má hér.

Gjalddagar:

Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2021 verða 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október.

Í þeim tilvikum sem fasteignagjöld ársins eru 25.000 kr eða lægri er einn gjalddagi 15. apríl 2021.

ATHUGIÐ

Álagningarseðlar verða ekki sendir út á pappírsformi. Álagningarseðlar eru aðgengilegir inni á þjónustugáttinni Minn Garðabær og á vefnum island.is.
Greiðsluseðlar eru ekki sendir út á pappírsformi
en eru aðgengilegir í Mínum Garðabæ og kröfur til greiðslu birtast í heimabönkum gjaldenda.
Hægt er að óska eftir að fá greiðsluseðil sendan heim.

Upplýsingar og aðstoð:

Þjónustuver Garðabæjar og innheimtudeild í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg veita nánari upplýsingar varðandi álagningu gjaldanna í síma 525 8500. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið gardabaer@gardabaer.is