12. sep. 2019

Álftanes – staðan á endurnýjun lagna

Endurnýjun á stofnlögnum fyrir hita- og vatnsveitu stofnlögnum meðfram Suðurnesvegi, frá hringtorgi að Breiðumýri og þaðan að Birkiholti er nú í fullum gangi og var kynningarbréf sent til íbúa áður en framkvæmd hófst. 

  • Séð yfir Garðabæ
    Séð yfir Garðabæ

Endurnýjun á stofnlögnum fyrir hita- og vatnsveitu stofnlögnum meðfram Suðurnesvegi, frá hringtorgi að Breiðumýri og þaðan að Birkiholti er nú í fullum gangi og var kynningarbréf sent til íbúa áður en framkvæmd hófst. 

Verið er að tengja og taka í notkun kaldavatnslögn í Breiðumýri og framhaldi verður sandað yfir lögnina og gengið frá. Síðan verða hitaveitustofnlagnir lagðar í skurð og gengið frá samskiptalögnum. Áætlað er að ljúka að fylla í skurð í Breiðamýri, loka götuþverun og opna fyrir umferð á Suðurnesveg síðari hluta næstu viku.

Hafi íbúar spurningar eða ábendingar um framkvæmdina má hafa samband við Veitur í síma 516 6000 eða með því að senda þeim ábendingu eða fyrirspurn á vef þeirra.