10. sep. 2025

Álftanesvegur malbikaður

Fimmtudaginn 11. september og föstudaginn 12. september mun Loftorka vinna við malbikun á Álftanesvegi, ef veður leyfir. Búast má við einhverjum töfum vegna framkvæmdarinnar.

Á morgun og á föstudaginn, 11. september og 12. september, mun Loftorka vinna við malbikun á Álftanesvegi, frá Norðurnesvegi að Garðavegi, ef veður leyfir.

Unnið verður á einni akrein í einu og vegfarendum hleypt inn og út af svæðinu, en búast má við einhverjum töfum vegna framkvæmdarinnar.

Framkvæmdin verður sem hér segir:

  • Fimmtudagur, 11. september: Unnið verður frá kl. 9.00 til kl. 15.30.

  • Föstudagur, 12. september: Unnið verður frá kl. 9.00 til kl. 15.30.

Viðeigandi merkingar verða settar upp, eins og sýnt er á meðfylgjandi lokunarplani: 

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.