1. nóv. 2019

Taktu þátt í að móta nýtt leiðanet Strætó

Strætó hefur undanfarnar vikur verið með opin hús fyrir almenning víðs vegar um höfuðborgarsvæðið til að kynna nýtt leiðanet sem er í mótun. Fimmtudaginn 31. október sl. var opið hús í Sveinatungu í Garðabæ þar sem íbúar gátu farið yfir hugmyndir að nýja leiðanetinu og komið með ábendingar og spurningar.

  • Opið hús hjá Strætó - nýtt leiðanet kynnt
    Opið hús hjá Strætó í Garðabæ - nýtt leiðanet í mótun

Strætó hefur undanfarnar vikur verið með opin hús fyrir almenning víðs vegar um höfuðborgarsvæðið til að kynna nýtt leiðanet sem er í mótun.  Fimmtudaginn 31. október sl. var opið hús í fundarrýminu Sveinatungu í Garðabæ þar sem íbúar Garðabæjar gátu hitt á starfsmenn Strætó og verkefnastjóra Borgarlínu og farið yfir hugmyndir að nýja leiðanetinu og komið með ábendingar og spurningar. 

Breytingar framundan í samgöngu- og skipulagsmálum

Miklar breytingar eru framundan í samgöngu- og skipulagsmálum höfuðborgarsvæðsins. Má þar nefna uppbyggingu Borgarlínu, skipulagsbreytingar á Hlemmi, BSÍ-reit og víðar. Nýtt leiðanet Strætó er afrakstur vinnu faghóps um leiðakerfismál og markmið verkefnisins er að laga Strætó að breyttu skipulagi og innleiða nýjar áherslur þar sem örari tíðni og styttri ferðatími verður í forgrunni.

Almenningur hvattur til að taka þátt í mótun

Strætó hvetur alla til að skoða fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti og koma fram með hugmyndir og ábendingar varðandi legu leiða og staðsetningu stoppistöðva. Nýtt leiðanet verður innleitt í skrefum eftir því sem hægt er en stærstu breytingarnar eru áætlaðar um 2023 þegar áætlað er að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið. Lagt er til að skipta leiðanetinu í tvo flokka: stofnleiðir og almennar leiðir og taka fyrstu hugmyndir mið af því.

Fyrstu hugmyndir eru aðgengilegar hér. Á þessum vef er hægt að skila inn hugmyndum og ábendingum.