7. mar. 2020

Árshátíð Garðabæjar frestað

Í gær, föstudaginn 6. mars, lýsti Ríkislögreglustjóri yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19)

  • Séð yfir Garðabæ
    Séð yfir Garðabæ

Í gær, föstudaginn 6. mars,  lýsti Ríkislögreglustjóri yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19) m.a. vegna þess að fyrstu smit innanlands voru staðfest í gær. Fulltrúar almannavarna hafa að höfðu samráði við sóttvarnalækni metið það svo að starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum sem falla undir skilgreiningu á viðkvæmum hópum ætti að forðast að taka þátt í fjölmennum mannsöfnuðum. Þetta á einnig við um starfsfólk sem sinnir lykilinnviðum og þjónustu sem þarf að vera órofin á öllum stigum almannavarnaástands, ekki síst neyðarstigi. Slíkt á við um marga starfsmenn sveitarfélaga, þar með talið miðlægrar stjórnsýslu og ráðhúss.

Að höfðu samráði við almannavarnir hefur verið tekin ákvörðun um að fresta árshátíð Garðabæjar fyrir starfsmenn Garðabæjar um óákveðinn tíma.

Fyrirbyggjandi ráð fyrir almenning

Það er aldrei of oft talað um fyrirbyggjandi aðgerðir sem eru; hreinlæti, þrif, tryggja gott aðgengi að handspritti, handsápu og pappírsþurrkum. Réttur handþvottur er talinn skipta miklu máli til að koma í veg fyrir smit og á það við um venjulega flensu líka.

Allar nýjustu upplýsingar um COVID-19 er að finna á vef Landlæknis.