13. des. 2018

Auglýsing um samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar

 Eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir og deiliskipulagsbreytingar hafa verið samþykkt af bæjarstjórn Garðabæjar, birtar í B-deild Stjórnartíðinda og hafa öðlast gildi. Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst.

  • Turn tekin úr kirkjuturni

 Eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir og deiliskipulagsbreytingar hafa verið samþykkt af bæjarstjórn Garðabæjar, birtar í B-deild Stjórnartíðinda og hafa öðlast gildi. Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst.

Breytingar á deiliskipulagi

1. Bæjargarður, breyting á deiliskipulagi

Þann 18.10.2018 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst og bárust athugasemdir og liggja fyrir svör við athugasemdum. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda sem var þann 23.11.2018.

2. Hraungata og Kinnargata, breyting á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts

Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt með deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts, 1. áfanga, sem var samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar þann 6.09.2018 í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda sem var þann 28.11.2018.

Samþykkt deiliskipulag

1. Arnarnes deiliskipulag

Þann 15.03.2018 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að deiliskipulagi Arnarness í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerðar voru leiðréttingar á deiliskipulagstillögunni í kjölfar innsendra athugasemda og liggja fyrir svör við athugasemdum. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda sem var þann 23.11.2018.

2. Austurhluti Urriðaholts 1. áfangi deiliskipulag

Þann 6.09.2018 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að deiliskipulagi Urriðaholts Austurhluta 1. áfanga í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst og bárust athugasemdir og liggja fyrir svör við athugasemdum. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda sem var þann 28.11.2018.

Ákvarðanir sveitarstjórnar eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.