3. sep. 2025

Auglýst eftir umsóknum um menningarstyrki

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir nú eftir umsóknum frá einstaklingum og félagasamtökum um styrk til eflingar á menningarlífi í Garðabæ. Umsóknarfrestur er til 1. október.

Einstaklingar og hópar geta sótt um styrk til eflingar á menningarlífi í Garðabæ. Markmiðið með menningarstyrkjum er að styðja við menningarstarfsemi í Garðabæ og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar. Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða menningarviðburðir verða að tengjast Garðabæ með einhverjum hætti. Einstaklingar með lögheimili í bænum geta sótt um til að framkvæma viðburði eða annarskonar sköpun sem fer fram í Garðabæ.

Umsóknafrestur er til 1. október og umsóknum skal skilað með rafrænum hætti í gegnum Þjónustugátt Garðabæjar.

Menningar- og safnanefnd fer yfir umsóknir og metur þær eftir markmiðum verkefna og hvernig þau nýtast til að efla fjölbreytt menningarlíf, bæjarbúum og listamönnum í Garðabæ til góðs í samræmi við menningarstefnu bæjarins. Styrkhöfum ber að skila greinagerð til Menningar- og safnanefnd Garðabæjar um ráðstöfun styrkfjár eigi síðar en ári eftir úthlutun. Reglur vegna úthlutunar styrkja má nálgast hérna.

Miðað er við að úthlutun sé lokið fyrir 1. nóvember.