14. feb. 2025

Auglýst eftir umsóknum í þróunarsjóð leikskóla

Auglýst er eftir umsóknum vegna úthlutunar úr þrjóunarsjóði leikskóla í Garðabæ. Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi leikskóla í Garðabæ.

Fræðslu- og menningarsvið auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr Þróunarsjóði leikskóla Garðabæjar. Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi leikskóla í Garðabæ.

Einstaka leikskólakennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við leikskóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu og fræðslu- og menningarsvið í samstarfi við leikskóla geta sótt um styrk í þróunarsjóð.

Til úthlutunar fyrir árið 2025 eru 9.000.000 kr.

Áhersluþættir Þróunarsjóðs leikskóla veturinn 2025-2026 eru:

  • Leikur og nám barna - uppeldislegar skráningar
  • Hlutverk og ábyrgð leikskólakennara og starfsfólks í leik barna
  • Félags-, samskipta og vináttuþjálfun með áherslu á samkennd
  • Lýðræði í leikskólastar- rödd barna

Við hvetjum alla áhugasama að senda inn umsókn þó verkefnið falli ekki undir áherslur þróunarsjóðs þessa árs.

Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. apríl og verður þeim svarað fyrir 30. apríl. 

Frekari upplýsingar veitir Hanna H Leifsdóttir leikskólafulltrúi.

Reglur og umsóknareyðublöð má nálgast hérna.