26. jan. 2023

AUJA með sýningu á Garðatorgi

AUJA er með sýninguna WALK THROUGH á Garðatorgi 1, í Garðabæ. Sýning hennar opnaði um miðjan janúar og stendur til 31. mars.

AUJA er með  sýninguna WALK THROUGH á Garðatorgi 1, í Garðabæ. Sýning hennar opnaði um miðjan janúar og stendur til 31. mars.

Auja er einn af stofnendum Grósku myndlistarfélags Garðabæjar, sem stofnað var 2010. Hún hefur meðal annars setið í stjórn og gengt formennsku í félaginu. Gróska hefur haldið fjölda myndlistarsýninga, námskeiða og fleira til að auka myndlistaráhuga í bænum og hefur m.a. staðið fyrir myndlistarsýningum á Jónsmessu undanfarin ár.

Um sýninguna segir Auja að í amstri dagsins sé gott að hægja á sér og staldra við, njóta myndlistarinnar og velta fyrir sér lífinu og tilverunni. Garðbæingar eru hvattir til að gera það þegar þeir eiga leið á Garðatorg.

Vinnustofa hennar ART AUJA er á Garðatorgi 1, 2 hæð.