30. sep. 2021

Aukin tíðni strætóferða í Urriðaholt á leið 22

 Frá og með 1. október 2021 verður aukin tíðni strætóferða á leið 22: Ásgarður - Urriðaholt  

  • Leið 22 í Urriðaholt

Uppbygging almenningssamgangna í Urriðaholti hófst sem þróunarverkefni til eins árs frá september 2020- september 2021 með akstri strætóleiðar 22. Strætóleið 22 fer um Urriðaholtið að Ásgarði í Garðabæ.  Á tímabili þróunarverkefnisins var nýting á strætóleiðinni skoðuð og verkefnið var metið. 
Niðurstaða við mat á verkefninu var leggja til bætta þjónustu almenningssamgangna í Urriðaholti með tíðari strætóferðum frá og með 1. október 2021 og tillaga þess efnis var samþykkt á fundi bæjarráðs Garðabæjar 28. september sl. 

Aukin tíðni ferða á leið 22

Samkvæmt nýrri áætlun frá 1. október 2021 er lagt til aukin tíðni á leið 22 Ásgarður-Urriðaholt-Ásgarður sem hér segir:*

  • Virka daga mun vagninn aka allan daginn á 30 mín tíðni frá kl. 07:00-20:00 og pöntunarþjónusta á 30 mín tíðni frá kl. 20:00-23:30.
  • Á laugardögum mun vagninn aka allan daginn á 30 mín tíðni frá kl. 8:00-19:00 og pöntunarþjónusta á 30 mín tíðni frá kl. 19:00-23:30
  • Á sunnudögum mun vagninn aka allan daginn á 30 mín tíðni frá kl. 10:00-19:00 og pöntunarþjónusta á 30 mín tíðni frá kl.19:00-23:30.
  • Viðskiptavinir sem nota hjólastól gefst kostur á að nota leiðina í Pöntunarþjónustu. Það er gert með því að hringja akstursþjónustuna Pant í síma 540-2727 minnst 30 mínútum fyrir brottför skv. tímatöflu og bíll verður sendur á viðkomandi stöð.

*Breyting frá fyrri leiðaáætlun:

  • tíðni aukin í hálftíma en ekki klukkustundafresti eins og var hluta dags áður á virkum dögum
    og um helgar
  • pöntunarþjónusta verður eingöngu á kvöldin en áður var pöntunarþjónusta hluta úr virkum dögum og allar helgar

Leið 22 er ekin samkvæmt nokkuð óhefðbundnu sniði. Í stað hefðbundinna strætisvagna ekur 18 manna smárúta leiðina. Með pöntunarþjónustu er hringt í leigubílastöðina Hreyfil og ferð pöntuð amk 30 mínútum fyrir brottför skv. tímatöflu. Greitt er fyrir farið í leigubílnum með Strætókorti, Strætóappinu eða skiptimiða.

Sjá líka tilkynningu á vef Strætó. Nýjar tímatöflur verða settar upp á biðstöðvum á leið 22 og einnig verður tímatafla uppfærð á vef Strætó frá og með 1. október nk.

Urriðaholt - hverfi í vexti 

Urriðaholt er eitt nýjasta hverfi Garðabæjar þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað á síðustu misserum. Hátt í 2500 manns búa nú í hverfinu og gert ráð fyrir allt að 4500 íbúum í Urriðaholti þegar það verður fullbyggt. Bættar almenningssamgöngur í hverfinu eru til þess að efla hverfið enn frekar og tengja það við önnur hverfi bæjarins. 

Strætó leiðakerfi í Garðabæ