5. feb. 2024

Bæjarbúar hjartanlega velkomnir í heimsókn í Tónlistarskóla Garðabæjar

Fjölbreytt dagskrá verður í Tónlistarskóla Garðabæjar á Degi tónlistarskólanna sem haldinn verður laugardaginn 10. febrúar nk. 

Þá gefst Garðbæingum kostur á að heimsækja skólann og njóta tónlistar af ólíku tagi.

Markmiðið með Degi tónlistarskólanna er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna í landinu.

Samspil er megin þema á Degi tónlistarskólanna í Tónlistarskóla Garðabæjar og bera tónleikar dagsins þess glöggt merki. Haldnir verða 14 stuttir tónleikar í tónleikasal og blásarasal skólans þar sem fram koma hljómsveitir, sampilshópar af ýmsum stærðum og gerðum, söngvarar og einleikarar. Tónlistin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg.

Tónleikar fyrir hádegi verða kl. 10.30, 11.00 og kl. 11.30 og eftir hádegi kl. 13.00, 13.30. 14.00 og 14.30.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin

Nánari upplýsingar um tónlistarskólann má finna á tongar.is.