Bæjarráð skoðaði íþróttahús Urriðaholtsskóla
Bæjarráð Garðabæjar fór í skoðunarferð um Urriðaholtsskóla og fékk innsýn inn í framkvæmdir við þriðja áfanga skólans.
Bæjarráð Garðabæjar fór í skoðunarferð um Urriðaholtsskóla og fékk innsýn inn í framkvæmdir við þriðja áfanga skólans. Á verkstað tók á móti hópum fulltrúar frá Þarfaþing verktökum sem sýndu hópnum húsið og kynntu stöðu framkvæmda sem ganga vel og eru á áætlun. Verklok verða í apríl 2026.
Innan þriðja áfanga skólans er íþróttasalur og innisundlaug ásamt tilheyrandi rýmum, svo sem útisvæði með pottum, auk kennslurýma að hluta.